Erlent

Átti að skjóta vélina niður

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, gaf hernum leyfi til að skjóta niður Cessnu-vél sem flaug yfir Washingtonborg þann 11. maí síðastliðinn. Washington Post greinir frá þessu í dag. Vélin var aðeins fimm kílómetra frá Hvíta húsinu og segja yfirvöld að ef vélin hefði stefnt í þá átt sem hún gerði í fimmtán sekúndur til viðbótar hefði hún verið skotin niður. Sambandsleysi um stundarsakir orksakaði að flugmaðurinn fylgdi ekki skipunum hersins en þegar samband komst á fylgdi hann F16 þotum hersins í þá átt sem honum var skipað að fara og hélt því lífi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×