Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2024 10:23 Sigurreif Maia Sandu fagnar endurkjöri eftir seinni umferð forsetakosninganna í Moldóvu í gær. AP/Vadim Ghirda Maia Sandu, forseti Moldóvu, náði endurkjöri í seinni umferð forsetakosninga sem fóru fram í skugga ásakana um stórfelld afskipti stjórnvalda í Kreml. Hún lýsir úrslitunum sem sigri landið. Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024 Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þegar tæplega 99 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði Sandu fengið 55 prósent þeirra samkvæmt yfirkjörstjórn Moldóvu. Keppinautur hennar, Alexandr Stoianoglo, fyrrverandi saksóknari sem naut stuðnings Sósíalistaflokksins og er hallur undir Rússland, var þá með 45 prósent atkvæða. Eftir fyrri umferð forsetakosninganna og þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu sakaði Sandu rússnesk stjórnvöld um meiriháttar afskiptasemi. Birtingarmynd hennar var kosningasvik, ógnanir og mútur. „Moldóva, þú stendur uppi sem sigurvegari. Í dag hafið þið gefið kennslustund í lýðræði sem verðskuldar að vera skráð í sögubækurnar, kæru Moldóvar,“ sagði Sandu þegar hún lýsti yfir sigri í nótt. AP-fréttastofan segir sigur Sandu létti fyrir ríkisstjórn Moldóvu sem er hlynnt því að opna vesturgluggann. Stjórnarskrárbreyting sem var samþykkt naumlega samhliða fyrri umferð forsetakosninganna í síðasta mánuði færir Moldóvu nær aðild að Evrópusambandinu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, óskaði Sandu til hamingju með sigurinn í færslu á samfélagsmiðlinum X og virtist vísa óbeint til afskipta Rússa. „Það krefst fádæma styrkleika að yfirstíga þær áskoranir sem þú stóðst frammi fyrir í þessum kosningum,“ skrifaði von der Leyen. Congratulations, dear @sandumaiamd, on your victory tonight.It takes a rare kind of strength to overcome the challenges you’ve faced in this election.I’m glad to continue working with you towards a European future for Moldova and its people. pic.twitter.com/YcCurwhpCq— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) November 3, 2024
Moldóva Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. 21. október 2024 07:48