Hugsanlega engin niðursveifla 24. maí 2005 00:01 Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Niðursveiflan sem spáð hafði verið í efnahagslífinu kemur alls ekki eða seinkar að minnsta kosti um nokkur ár. Þetta telur fjármálaráðherra að gæti gerst í ljósi mikils áhuga á frekari stóriðjuframkvæmdum. Íslenska krónan hafði verið að veikjast um nokkra vikna skeið þar til fregnir bárust af áhuga erlendra fyrirtækja á enn frekari álversuppbyggingu. Þær fregnir sneru þróuninni við og krónan hefur nú á rúmri viku styrkst um fjögur prósent. Greiningardeild Íslandsbanka rekur gengishækkunina beint til væntinga um frekari stórðiðjuframkvæmdir sem myndu hafa umtalsverð áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi á næstu árum. Hagvaxtarskeiðið haldi áfram en efnahagssérfræðingar hafa almennt gert ráð fyrir niðursveiflu þegar stóriðjuframkvæmdum lýkur á Austurlandi. Aðspurður hvort einhver niðursveifla verði segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra að ólíklegt sé að svo verði. Rætt sé um heilmiklar framkvæmdir sem taki við af núverandi fjárfestingum fyrir austan og vonandi rætist eitthvað af því þannig að Íslendingar sjái fram á það að hin svokallaða niðursveifla eða samdráttarskeið annaðhvort komi ekki eða seinki um þónokkur ár. Það teldi hann ánægjuefni og það sé vissulega keppikefli ríkisstjórnarinnar. Raunar er efnahagsuppsveiflan á Íslandi farin að vekja verulega athygli á alþjóðavettvangi og má nefna sem dæmi heilsíðugrein í Newsweek þar sem Íslandi er lýst sem nýjasta tígrisdýri Evrópu. Geir segir að markmið ríkisstjórnarinnar sé að halda uppi hagvexti hér á landi með framkvæmdum og fjárfestingum sem skili svo arði í þjóðarbúið og bæti kaupmáttinn og lífskjörin í landinu. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur enn lýst áhyggjum af því að íslenskt efnahagslíf sé að ofhitna. Fjármálaráðherra segir þetta engin ný tíðindi og telur ekki ástæðu til að óttast. Verðbólgan sé nú 2,9 prósent, atvinnuleysi sé lítið og bullandi kaupmáttaraukning hafi verið í meira en tíu ár. Hann telji það nokkuð góðan árangur en gæta verði þess að mál fari ekki úr böndunum. Svo þurfi að tryggja að þetta haldi áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira