Ólga á landsfundi vegna smölunar 22. maí 2005 00:01 Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira