Ólga á landsfundi vegna smölunar 22. maí 2005 00:01 Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Ólga var á landsfundi Samfylkingarinnar vegna mikillar kappsemi ungliðanna við að smala í varaformannskjöri flokksins. Fullyrt var að rútur hefðu komið á fundinn með börn og unglinga sem komu í þeim tilgangi einum að kjósa Ágúst Ólaf Ágústsson í kosningunni en hann sigraði með yfirburðum. Ýmsum þótti nóg um kappsemi foringjans unga og einn karlkyns þingmaður hafði á orði að ástandið í flokknum væri orðið alveg eins og heima hjá honum: konur og börn réðu þar öllu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sem laut í lægra haldi fyrir Ágústi Ólafi, segir að þegar heilu bílfarmarnir af börnum hafi tekið að streyma í hús, rétt fyrir kosninguna, hafi hann gert sér grein fyrir að úrslitin gætu orðið óvænt. Honum þyki svona vinnubrögð á mörkum þess að vera siðleg. Háværar raddir voru uppi um að greidd hefðu verið skráningargjöld fyrir fjölda barnungra einstaklinga með einni ávísun. Ágúst Ólafur segir að þessar sögur hafi verið háværar á fundinum en þetta sé orðum aukið. Ekkert sé óvenjulegt við það að leita stuðnings; kosningar gangi út á að kynna sig og óska eftir stuðningi. Honum skilst að Ungir jafnaðarmenn hafi að hluta greitt skráningargjöld fyrir sína félagsmenn og segir Ágúst að það hafi önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar einnig gert, enda lengi tíðkast og ekkert óeðlilegt við það. Áhugi á forystunni virtist dvína mjög skyndilega hjá fundarmönnum þegar 839 kusu í varaformannskjörinu en einungis rúmlega 500 þegar kosinn var ritari, tæpri klukkustund síðar. Ágúst skýrir það með því að varaformannskosningin hafi verið spennandi og fengið fjölmiðlaumfjöllun, auk þess sem úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar hafi farið fram á sama tíma og kosning í embætti ritara.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent