Aldrei fleiri kosið 21. maí 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut tvo þriðju allra atkvæða í póstkosningu meðal tólf þúsund félaga flokksins. Aldrei hafa fleiri kosið í formannskosningum hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Ný forysta Samfylkingarinnar fékk afgerandi kosningu á landsfundinum í Egilshöll í dag. Miklu taugastríði í flokknum er þar með lokið. Alls bárust 12.015 atkvæði í póstkosningu Samfylkingarinnar um formann flokksins og fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7997 atkvæði, eða 66% atkvæða, en sitjandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hlaut 3970 atkvæði, eða 33% atkvæða. 40 seðlar voru auðir og átta ógildir. Ingibjörg sagði persónulega sigra marka engin sérstök tímamót í Íslandssögunni, jafnvel þó að þeir geti verið sætir. „Það eru aðeins sigrar hugsjóna og hreyfinga sem skipta máli og þá, og því aðeins, skiptir niðurstaðan í þessu formannskjöri máli að hún leiði okkur til sigurs í þeim kosningum sem framundan eru. Þar liggur okkar sögulega tækifæri, þar skrifum við söguna og mótum framtíðina,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg Sólrún þakkaði mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega baráttu og sagði hana honum og hans liðsmönnum til sóma. Hún sagðist hlakka til að vinna með Össuri að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár. Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nýr formaður Samfylkingarinnar. Hún hlaut tvo þriðju allra atkvæða í póstkosningu meðal tólf þúsund félaga flokksins. Aldrei hafa fleiri kosið í formannskosningum hjá íslenskum stjórnmálaflokki. Ný forysta Samfylkingarinnar fékk afgerandi kosningu á landsfundinum í Egilshöll í dag. Miklu taugastríði í flokknum er þar með lokið. Alls bárust 12.015 atkvæði í póstkosningu Samfylkingarinnar um formann flokksins og fékk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 7997 atkvæði, eða 66% atkvæða, en sitjandi formaður, Össur Skarphéðinsson, hlaut 3970 atkvæði, eða 33% atkvæða. 40 seðlar voru auðir og átta ógildir. Ingibjörg sagði persónulega sigra marka engin sérstök tímamót í Íslandssögunni, jafnvel þó að þeir geti verið sætir. „Það eru aðeins sigrar hugsjóna og hreyfinga sem skipta máli og þá, og því aðeins, skiptir niðurstaðan í þessu formannskjöri máli að hún leiði okkur til sigurs í þeim kosningum sem framundan eru. Þar liggur okkar sögulega tækifæri, þar skrifum við söguna og mótum framtíðina,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg Sólrún þakkaði mótframbjóðanda sínum fyrir drengilega baráttu og sagði hana honum og hans liðsmönnum til sóma. Hún sagðist hlakka til að vinna með Össuri að málefnum Samfylkingarinnar um ókomin ár.
Fréttir Innlent Samfylkingin Stj.mál Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira