Nýtt píramídafyrirtæki á Íslandi 18. maí 2005 00:01 Enn eitt píramídafyrirtækið ætlar að hasla sér völl á Íslandi þar sem gulli og grænum skógum er lofað. Nú er það fyrirtækið Bridge, sem er upprunnið í Svíþjóð, en skráð í Belís. Um 70 Íslendingar mættu á kynningarfund fyrirtækisins í gærkvöldi. Íslendingar hafa í gegnum tíðina tekið vel á móti sölumönnum slíkra fyrirtækja sem hafa gengið misjafnlega vel en Gísli R. Rafnsson, kynningarfulltrúi Bridge á Íslandi, segir fyrirtækið traust. Um sé að ræða fjárfestingarklúbb sem sé einn af þeim fyrstu á Norðurlöndum. Hann byggist á svipuðu grundvallarlögmáli og Almenningur ehf. hafi kynnt. Litla manninum sé leyft að fjárfesta í einhverju áður en það fari á markað. Gísli segir að áhætta fólks sé ekki mikil. Lágmarksfjárhæð til að taka þátt í fyrirtækinu sé þúsund dollarar eða um 65 þúsund krónur. Gísli segir að ekki sé um píramídafyrirtæki að ræða heldur sé þetta fyrirtæki þar sem fólk sé kynnt inn og það fái punkta fyrir það og laun fyrir punktana. Aðspurður hvort það sé ekki einmitt píramídafyrirtæki neitar Gísli því. Forráðamenn Bridge á Íslandi héldu kynningarfund á Hótel Nordica í gærkvöldi. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi reglulega varað við svokallaðri píramídastarfsemi. Embættinu berist reglulega upplýsingar um einstaklinga sem séu að reyna að nálgast fólk og selja því aðgang að píramídauppbyggðri peningasöfnun þar sem fjármagni og fríðindum sé lofað. Jón segir árangurinn misjafnan og að margir sitji eftir slík viðskipti með sárt ennið. Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Enn eitt píramídafyrirtækið ætlar að hasla sér völl á Íslandi þar sem gulli og grænum skógum er lofað. Nú er það fyrirtækið Bridge, sem er upprunnið í Svíþjóð, en skráð í Belís. Um 70 Íslendingar mættu á kynningarfund fyrirtækisins í gærkvöldi. Íslendingar hafa í gegnum tíðina tekið vel á móti sölumönnum slíkra fyrirtækja sem hafa gengið misjafnlega vel en Gísli R. Rafnsson, kynningarfulltrúi Bridge á Íslandi, segir fyrirtækið traust. Um sé að ræða fjárfestingarklúbb sem sé einn af þeim fyrstu á Norðurlöndum. Hann byggist á svipuðu grundvallarlögmáli og Almenningur ehf. hafi kynnt. Litla manninum sé leyft að fjárfesta í einhverju áður en það fari á markað. Gísli segir að áhætta fólks sé ekki mikil. Lágmarksfjárhæð til að taka þátt í fyrirtækinu sé þúsund dollarar eða um 65 þúsund krónur. Gísli segir að ekki sé um píramídafyrirtæki að ræða heldur sé þetta fyrirtæki þar sem fólk sé kynnt inn og það fái punkta fyrir það og laun fyrir punktana. Aðspurður hvort það sé ekki einmitt píramídafyrirtæki neitar Gísli því. Forráðamenn Bridge á Íslandi héldu kynningarfund á Hótel Nordica í gærkvöldi. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að embættið hafi reglulega varað við svokallaðri píramídastarfsemi. Embættinu berist reglulega upplýsingar um einstaklinga sem séu að reyna að nálgast fólk og selja því aðgang að píramídauppbyggðri peningasöfnun þar sem fjármagni og fríðindum sé lofað. Jón segir árangurinn misjafnan og að margir sitji eftir slík viðskipti með sárt ennið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira