Gerðu tilboð í 99% hlut 17. maí 2005 00:01 Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila. Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila.
Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira