Ljóshærði herinn Borghildur Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2005 00:01 Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á vori hverju er haldin hátíð til heiðurs stúlkum og drengjum sem falla í hóp steríótýpna eða staðalímynda. Hátíðirnar kallast Ungfrú og Herra Ísland. Þetta er fólk sem fellur undir þá skilgreiningu að teljast "fallegt". Þau keppast um hylli dómara sem í flestum tilvikum eru áður krýndir fulltrúar staðalímyndahjarðarinnar því hverjir eru jú betur í stakk búnir til þess að dæma hver fallegastur er en fallega fólkið sjálft? Þau hljóta að vita um hvað málið snýst. Á vorin er beljunum hleypt út á túnið og fegurðardrottningunum hleypt út úr búningsklefanum á Broadway. Stúlkurnar eru þá búnar að stunda strangar æfingar í fegurð og hafa æft sig kvölds og morgna í að vera fallegar. Auk þess hafa þær borið á sig brúnkukrem eins og þær eigi lífið að leysa og ræktin hefur verið stunduð rétt og mátulega mikið til að tóna líkamann á sem fegurstan máta. Aðal fæðuuppistaðan er heitasta hollustufæðið á markaðnum, ætli samviskubitarnir hennar Ágústu Johnson séu ekki vinsælir núna, engin bumba skal sjást kíkja undan glæsikjólnum á lokakvöldinu. Stúlkurnar fara svo allar í litun, plokkun, naglasnyrtingu og förðun og útkoman er: tuttugu stykki brúnar og sykursætar stelpur, flestar ljóshærðar (ein og ein dökkhærð) og allar nákvæmlega eins! Dómnefndin fær prik í hattinn frá mér fyrir að þekkja stúlkurnar í sundur því það er alls ekki svo auðvelt. Það er helst að hægt sé að muna hver sé hver vegna mismunandi lita á kjólunum. Staðreyndin er sú að áður en stelpurnar keppast um titilinn þá þurfa þær greinilega að byrja á því að breyta sér. Hvers konar fegurð er það? Náttúruleg? Ónei. Eru þær semsagt ekki nógu fallegar þegar þær skrá sig í keppnina? Hvar eru rauðhærðu og skolhærðu stelpurnar? Ef þetta er fyrirmyndarháralitur manneskjunnar þá fer bráðum fyrir okkur Íslendingum eins og íslenska sauðfénu. Á endanum verða allir ljóshærðir og varla hægt að þekkja fólk í sundur. Ætli kindurnar þekki ekki afkvæmi sín frá hinum af lyktinni? Í framtíðinni verðum við því að treysta á lyktarskynið til þess að þekkja ástvini okkar og eins og allir vita þá státar mannskepnan ekki af nægilega góðu lyktarskyni til þess. Þetta stefnir í algjört kaos. Hvað eigum við að gera? - Nota leitarhunda? Hvað með húðlitinn? Afhverju eru allar stelpurnar brúnar eins og kókómalt? Er ekki fallegt að hafa hvítan húðlit lengur? Ég hélt að freknur væru hin mesta prýði en þær stelpur sem skarta þeim virðast ná að fela hverja einustu freknu með öllu brúnkukreminu. Það er ekki nóg með að staðalímyndirnar ásæki fólk í bíómyndum, tímaritum og sjónvarpi heldur er valin flottasta steríótýpan ár hvert á Broadway! Staðalímyndahátíðirnar eru auk alls þessa hátíðir furðufatnaðs. Einungis þar og hvergi annars staðar en á sviði fegurðarsamkeppnanna dettur nokkrum í hug að spranga um á sundfötum og háhælaskóm við. Hver fékk annars þessa fáránlegu hugmynd? Kórónan toppar svo allt hallærið því hvað er hún annað en gamli prinsessudraumurinn að rætast? Afhverju fá þær ekki viðurkenningu eða bikar eins og venjulegt fólk sem vinnur eitthvað? Þarna spranga þær svo um eins og kjánar í hræðilega gamaldags galakjólum með kórónu á hausnum og sprota í hönd. Hvað eru þær annars að gera með þennan sprota? Ætla þær í galdrakellingaleik? Það er algjörlega ofar mínum skilningi að stelpurnar skuli taka þátt í þessum skrípaleik. Ljóshærði herinn lætur svo til sín taka í Hagkaupsblöðum, flugfreyjustörfum og sjónvarpsþáttum. Ungfrú Ísland virðist því miður vera frábær leið til að koma sér á kortið í þjóðfélaginu. Gera andlit sitt eftirminnilegt og eiga möguleika á fínu starfi í framtíðinni, kynnast fullt af fleiri fallegum andlitum sem munu tróna efst í þotuliði þjóðfélagsins í komandi framtíð. Ósköp væri það nú samt skemmtilegt ef vettvangurinn til frægðar og frama væri einhver annar, merkilegri og ekki svona stórkostlega kjánalegur. Fegurðarsamkeppnir eru að mínu mati börn síns tíma og eitthvað sem hugsandi fólk ætti ekki að láta bjóða sér. Þær passa við gamaldags hugsunarhátt frá þeim tíma þegar konan átti fyrst og fremst vera fallegur fylgihlutur karlmannsins. Við viljum ekki allar vera eins á litinn, eins þungar, eins háar og með sömu áhugamál. Auk þess vita það allir að Ungfrú Ísland er ekki nein Ungfrú Ísland því það er ekki hægt að keppa í fegurð.Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar