Bara aðeins pínu eitt enn Hafliði Helgason skrifar 11. maí 2005 00:01 Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Það er mikill áhugi á að byggjá álver á Íslandi og fram til þessa hefur verið mikill áhugi á að þau verði byggð á Íslandi. Álútflutningur frá Íslandi mun stóraukast á næstunni og við það eykst útflutningur á orku. Álútflutningur er nefnilega að stærstum hluta til útflutningur á orku. Hráefnið sem er ásamt orkunni stærsti kostnaðarliðurinn er innflutt. Álver skapa líka tiltölulega þokkalega borguð störf fyrir ófaglærða, rafiðnaðarmenn, stjórnendur og verkfræðinga. Þar með er nánast allt upp talið. Miklar fjárfestingar í stjóriðjunni á skömmum tíma hafa hins vegar ýmsa galla í för með sér. Á meðan á framkvæmdum stendur styrkist krónan og eftirspurn eftir vinnuafli eykst. Á slíkum tímabilum er erfitt að vera sprotafyrirtæki og útflutningsfyrirtæki. Þar við bætist að útflutningur álsins í framhaldinu styður við styrk krónunnar og gerir öðrum mögulegum útflutningsgreinum erfitt fyrir. Þar getur jafnvel verið um að ræða greinar sem krefjast vinnuafls með meiri menntun og greiðir hærri laun en hráefnaiðnaður eins og álframleiðslan. Þetta ástand hefur verið nefnt hollenska veikin, en gasuppsprettur Hollendinga léku efnahagslíf þeirra grátt. "To much of a good thing can be wonderful," sagði Mae West og vissulega má það til sanns vegar færa. Það er allavega ljóst að við njótum nú um stundir þess að blóðsykurinn er í háu gildi í blóðrás efnahagslífsins. Hættan liggur hins vegar í því að sykurfallið verði hratt og krefjist þá meiri sætinda í formi nýrra framkvæmda. Nýtt álver gæti því hentað vel stjórnvöldum sem vilja ekki hraða niðursveiflu efnahagslífsins í aðdraganda kosninga. Of langt tímabil slíkrar inngjafar í efnahagslífið er þó líklega til þess fallið að draga úr hagvexti og hagsæld þegar til lengri tíma er litið. Með slíku áframhaldi gætu aðrar útflutningsgreinar farið illa og lífvænleg fyrirtæki lagt upp laupana. Þá væri líklega betra heima setið, en af stað farið í stóriðjuframkvæmdirnar. Ríkisstjórnin segir núna: "bara eitt enn," eins og þegar maður seilist í einn lakkrís í pokanum. Hættan er bara sú að maður seilist í einn í viðbót og svo koll af kolli þar til allt er uppurið. Slíku fylgir gjarnan vindgangur, magapína og skert matarlyst á því sem stuðlar frekar að heilsu manns og þreki. Það er nefnilega margt sem bendir til þess að sígandi lukka sé best og að þeim þjóðum vegni best sem rækta mannauð sinn og örva frjáls viðskipti. Fjárfestingum í stóriðju ætti því að stilla í hóf og ekki víst að það sé skynsamlegt í bili að fara í eitt álver enn. haflidi@frettabladid.is
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar