San Antonio 3 - Denver 1 3. maí 2005 00:01 Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig. NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Liði Denver hefur ekki tekist að færa sér í nyt meiðslum hrjáða og slaka frammistöðu lykilmanna San Antonio í einvígi liðanna. Það var kom því ekki á óvart að Spurs færu með sigur af hólmi í framlengingu í nótt, því þeir fengu góða hjálp frá Tim Duncan og Tony Parker, sem hafa látið afar lítið fyrir sér fara fram að þessu. Tim Duncan skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst, áður en hann fór af velli með 6 villur í framlengingunni, en það var litli maðurinn, Tony Parker sem tók upp þráðinn fyrir hann og leiddi Spurs til sigurs. Liðið á næsta leik á heimavelli og getur gert út um einvígið með sigri. Fjórði leikur liðanna þróaðist á svipaðan hátt og hinir fyrri og mikil barátta og mikið af vítaskotum litu dagsins ljós. Það væsir ekki um Spurs í slíkum leik og Denver liðið er komið ofan í djúpa holu. Þeir þurfa að vinna Spurs þrisvar í röð til að komast áfram. "Strákarnir voru á allan hátt frábærir í dag - þeir gáfust aldrei upp. Við höfum lent í ýmsu í vetur, en lendum alltaf á löppunum og vitum hvað við þurfum að gera til að ná árangri," sagði Duncan eftir leikinn. "Ef við klárum þetta ekki í næsta leik, verðum við að koma aftur hingað (til Denver) og við höfum engan áhuga á því," sagði Manu Ginobili, sem hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maðurinn í einvígi liðanna, en áhorfendur bauluðu á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann, því þeim þykir sóknarstíll hans bera vott af tuddaskap. "Ég heyrði áhorfendur baula í fyrsta fjórðungi, eftir það var kappið svo mikið að ég heyrði ekki nokkurn skapaðann hlut," sagði Argentínumaðurinn. "Nú er þetta bara orðið eins og í háskólaboltanum. Ef við töpum, þá erum við fallnir úr keppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 39 stig (14 frák), Tony Parker 29 stig (7 stoðs), Manu Ginobili 24 stig (6 stoðs), Brent Barry 9 stig, Robert Horry 7 stig, Beno Udrih 6 stig, Nazr Mohammed 6 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Denver:Earl Boykins 32 stig (5 stoðs), Carmelo Anthony 28 stig (7 frák, 5 stoðs), Kenyon Martin 12 (6 frák), Marcus Camby 12 stig (8 frák), Andre Miller 11 stig (7 frák), Nene Hilario 7 stig (7 frák), DeMarr Johnson 7 stig.
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira