Stór fiskur í lítilli tjörn 2. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Viðskipti erlent Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Fleiri fréttir Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Sjá meira