Seattle 2 - Sacramento 1 30. apríl 2005 00:01 Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig. NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Lið Sacramento Kings kann alltaf best við sig á heimavelli, þar sem þeir eiga eina öflugustu stuðningsmenn allra liða í NBA deildinni. Eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum gegn Seattle Supersonics á útivelli, náðu þeir að rétta úr kútnum og sigra í þriðja leiknum, 116-104. Leikmenn Sacramento voru óánægðir með frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum og hétu því að vera grimmari í þriðja leiknum á heimavelli sínum. Það gekk svo sannarlega eftir og liðið náði mest 21 stigs forystu um miðjan leik, sem það lét aldrei af hendi og þeir hafa nú rétt sinn hlut lítillega í einvíginu. Mike Bibby var sjálfum sér líkur á ný og leiddi lið sitt með því að skora 31 stig, Kenny Thomas skoraði 22 og Cuttino Mobley bætti við 21 stigi. Ray Allen var allt í öllu í stigaskorun hjá Sonics með 33 stig. "Við lofuðum að koma grimmari í þennan leik og einsettum okkur að keyra upp að körfu þeirra við hvert tækifæri. Við vildum nýta okkur styrkleika okkar," sagði Mobley. "Ég vissi að við myndum ná okkur á strik aftur og þessir frábæru áhorfendur okkar gerðu okkur það kleift með góðum stuðningi. Við vorum ákveðnari í öllum okkar aðgerðum og náðum góðri forystu strax í leiknum," sagði Mike Bibby. Liðsmenn Seattle voru ekki sáttir við sína frammistöðu í leiknum. "Það sem var að virka hjá okkur í fyrsta leiknum, beit ekki á þá í þessum leik," sagði Ray Allen. "Við vissum að Mike Bibby ætti svona leik inni, hann er stórkostlegur leikmaður. Það var búið að vara okkur við látunum hérna í Arco-höllinni í Sacramento, en ég held að engin orð geti búið þig við þessum hávaða og kúabjöllukonsert," sagði Jerome James hjá Seattle, sem átti enn einn óvæntan stórleikinn fyrir lið sitt, en hann var fyrir einvígið ekki álitinn lykilmaður Sonics, í það minnsta sóknarlega. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 33 stig (5 frák, 5 stoðs), Jerome James 22 stig (9 frák), Luke Ridnour 15 stig (5 frák, 5 stoðs), Rashard Lewis 9 stig, Vladimir Radmanovic 8 stig (5 frák), Nick Collison 7 stig.Atkvæðamestir hjá Sacramento:Mike Bibby 31 stig (7 frák), Kenny Thomas 22 stig (7 frák), Cuttino Mobley 21 stig, Brad Miller 14 stig, Peja Stojakovic 12 stig, Bobby Jackson 9 stig, Corliss Williamson 5 stig.
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira