Boston 1 - Indiana 2 29. apríl 2005 00:01 Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig. NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Lurkum lamið lið Indiana Pacers er að koma nokkuð á óvart í úrslitakeppninni, eins og reyndar nokkrir sérfræðingar voru búnir að spá fyrir einvígi þeirra við Boston. Indiana er komið yfir 2-1, eftir stórsigur á Boston í nótt, 99-76. Það var enn og aftur gamli refurinn Reggie Miller sem gerði gæfumuninn fyrir lið Indiana, en hann skoraði 33 stig í leiknum, sem er hans hæsta stigaskor í úrslitakeppni í þrjú ár. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum, sérstaklega á milli þeirra Jermaine O´Neal hjá Indiana og Antoine Walker hjá Boston. Viðskiptum þeirra lauk með því að Walker var vikið af leikvelli þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Sigur Indiana í gær var aldrei í hættu og þrátt fyrir að vera án lykilmanna og með afganginn af liðinu haltrandi, náðu þeir að keyra lið Boston í kaf með hreinum og klárum vilja og baráttu. "Ég þoli hann ekki", sagði Doc Rivers, þjálfari Boston glottandi, þegar hann var spurður út í stórleik Reggie Miller. "Nei, Reggie var frábær í leiknum. Hann er góður leikmaður og fór illa með okkur. Við verðum að finna betri svör við honum," sagði Rivers, sem eftir annan leikinn gagnrýndi Miller haðlega fyrir leikaraskap og óþverrabrögð í leik sínum og vildi meina að hann stundaði að blekkja dómarana. "Þetta var hálf skrítið allt saman, ég á ekki að vera að leika svona vel. Ég er bara að reyna að vera ákveðinn í mínum leik og strákarnir eru að gera mér þetta allt saman auðvelt með góðum hindrunum og sendingum," sagði Miller eftir leikinn, en hinn fertugi skotmaður færði sig upp í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi í úrslitakeppninni. Jermaine O´Neal var spurður út í viðskipti sín við Walker eftir leikinn, en gerði lítið úr riskingunum. "Menn segja ýmsa hluti þarna úti, það er partur af leiknum. Ég tek þessu ekki persónulega," sagði O´Neal, sem er að leika meiddur á öxl en stóð sig vel í nótt. Atkvæðamestir í liði Boston:Paul Pierce 19 stig (6 frák), Gary Payton 15 stig (8 frák, 6 stoðs), Antoine Walker 14 stig (9 frák), Marcus Banks 7 stig, Kendrick Perkins 6 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Reggie Miller 33 stig (7 frák), Jermaine O´Neal 21 stig (11 frák), Stephen Jackson 10 stig (7 frák, 6 stoðs), Dale Davis 9 stig, Fred Jones 7 stig.
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira