Chicago 2 - Washington 0 28. apríl 2005 00:01 Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák). NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Öflug liðsheild hjá Chicago Bulls er ástæða þess að liðið er komið með mjög góða 2-0 forystu í einvíginu við Washington Wizards, eftir 113-103 sigur í örðum leik liðanna í nótt. Það skemmir hinsvegar ekki fyrir Bulls að vera með menn eins og Kirk Hinrich í liðinu. Hinrich byrjaði ekki vel í leiknum í nótt og lenti í villuvandræðum í byrjun leiks og Washington náði ágætri forystu í leiknum í kjölfarði. Þá skipti Scott Skiles, þjálfari Chicago, varamönnum sínum inn á völlinn og eins og svo oft áður í vetur voru það þeir sem gerðu gæfumuninn og náðu forystunni á ný fyrir Chicago. Síðari hálfleikurinn var síðan eign Kirk Hinrich, sem fór á kostum á lokakafla leiksins og átti svör við öllum áhlaupum Wizards. Hinrich skoraði 34 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Gilbert Arenas var sömuleiðs frábær í liði Wizards og skoraði 39 stig eftir að hafa verið dapur í fyrsta leiknum, en það nægði ekki og Chicago hefur þægilegt 2-0 forskot þegar einvígið flyst til Washington. "Ég byrjaði illa og reyndi því að hugsa minn gang og koma aftur inn í leikinn einbeittari. Þegar ég svo fór að hitta aftur, fannst mér eins og ég gæti ekki misst marks og félagar mínir voru að gera mér þetta auðvelt með góðum sendingum," sagði Hirich. Allir leikmenn Washington nefndu Hinrich til sögunnar þegar þeir voru spurðir hvað hefði farið úrskeiðis hjá þeim í leiknum. "Kirk bara sló okkur út af laginu í hvert einasta skipti sem við náðum góðu áhlaupi í leiknum. Ég meina, ég efast um að maðurinn hafi brennt af skoti í síðari hálfleiknum," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 34 stig (hitti úr 12 af 15 skotum), Antonio Davis 18 stig, Ben Gordon 14 stig, Andres Nocioni 10 stig (7 frák), Othella Harrington 8 stig, Jennero Pargo 8 stig, Adrian Griffin 6 stig (7 frák), Eric Piatkowski 6 stig, Chris Duhon 5 stig (8 frák, 7 stoðs).Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 39 stig (6 frák), Larry Hughes 19 stig (10 frák, 5 stoðs, 5 stolnir), Antawn Jamison 18 stig (8 frák), Juan Dixon 12 stig, Brendan Haywood 6 stig (7 frák).
NBA Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira