Almenningur í klemmu 27. apríl 2005 00:01 Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira