Skattaumhverfi gæti orðið betra 26. apríl 2005 00:01 Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Íslensk fyrirtæki greiða ekki háan tekjuskatt miðað við fyrirtæki í öðrum löndum og skattaumhverfi hér gæti orðið með því besta í heiminum, samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir Samtök atvinnulífsins. Frjáls félagasamtök telja hins vegar skattaumhverfið óhagstætt góðgerðafélögum. Í úttekt á skattaumhverfi íslenskra fyrirtækja var dregin upp mynd af skattlagingu fjögurra fyrirtækja í ólíkum atvinnugreinum og var stuðst við skatttekjur í OECD-ríkjunum frá árinu 2004. Samkvæmt niðurstöðunum greiða íslensk fyrirtæki ekki háan tekjuskatt miðað við erlend fyrirtæki auk þess sem tryggingargjald og aðrir launatengdir skattar hér á landi eru með því lægsta sem gerist. Höfundar skýrslunnar benda á að samsetning tekna hins opinbera sé aðeins öðruvísi á Íslandi en að meðaltali í OECD. Meiri skattlagning sé á almenna neyslu og tekjur hins opinbera af hagnaði fyrirtækja séu frekar lágar og það sýni að skattlagning á íslensk fyrirtæki sé vel samkeppnishæf. Samtök atvinnulífsins telja að skattaumhverfi fyrirtækja hafi batnað mikið. Ari Edwald, framkvæmdastjóri samtakanna, segir skýrsluna sýna að hægt sé að gera betur og Íslendingar þurfi að gera aðeins betur en samtökin telji að ekki þurfi mikið átak miðað við þá miklu áfanga sem hafi náðst. Það hafi mikla markaðslega þýðingu fyrir Ísland að geta undirstrikað enn frekar að hér séu hagstæð starfsskilyrði í skattalegu tilliti og það eigi að geta aukið skatttekjur ríkisins einnig, að það sé alveg skýrt að hér vilji fyrirtæki vera. En það eru ekki allir sáttir við skattaumhverfið á Íslandi. Forsvarsmenn frjálsra félagasamtaka hér á landi kynntu skýrslu um skattaumhverfi samtakanna, með sérstöku tilliti til góðgerðarsamtaka. Í henni kom fram að skattaleg staða frjálsra félagasamtaka hefði versnað á undanförnum árum og að skattaumhverfi íslenskra góðgerðarfélaga væri erfitt. Verulega skorti á að skattalegt svigrúm hefði verið nýtt sem skyldi til þess að efla starfsemi mannúðarfélaga hér á landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira