Straumur kaupir meira 24. apríl 2005 00:01 Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna. Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira