Reykvíkingar afskiptir Trausti Hafliðason skrifar 22. apríl 2005 00:01 Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra lagði á dögunum fram nýja samgönguáætlun fyrir árin 2005 til 2008. Líkt og alltaf þegar ný samgönguáætlun er kynnt rísa stjórnmálamenn upp og gagnrýna að ekki sé nægu fé ráðstafað í þetta verkefnið eða hitt. Oftast, næstum alltaf, eru pólitíkusarnir að gagnrýna að ekki sé peningum veitt í vegaframkvæmdir í þeirra kjördæmi. Þeir hafa jú beina hagsmuni af því að tala fyrir sitt fólk, sína kjósendur. Sá hópur sem hefur látið hæst í sér heyra um samgönguáætlun Sturlu er reykvískir þingmenn og ekki síst borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans. Rauði þráðurinn í þeirra gagnrýni er að höfuðborgarsvæðið sé afskipt þegar kemur að því að dreifa almannafé til vegaframkvæmda. Hlutfallslega sé miklu meira fé varið til uppbyggingar á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Það sé ósanngjarnt þar sem um helmingur landsmanna búi á suðvesturhorninu og bílaumferð þar sé miklu meiri en á landsbyggðinni. Það sem mest hefur verið rætt um varðandi nýja samgönguáætlun er annars vegar hin sex milljarða króna Héðinsfjarðargöng sem munu tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð, og þar af leiðandi Eyjafjarðarsvæðið, og hins vegar hin átta til tíu milljarða króna Sundabraut sem mun tengja miðborg Reykjavíkur við Grafarvog og í framtíðinni Vesturlandsveg. Reykvískir stjórnmálamenn hafa fallið í þá gryfju að bera þessar framkvæmdir saman og komist að þeirri niðurstöðu að Sundabrautin sé miklu arðvænlegri fjárfestingarkostur og þar af leiðandi hefði verið borðliggjandi að ráðast í gerð hennar á undan göngunum. Þetta er í besta falli vafasamur samanburður. Þessar framkvæmdir þjóna það ólíkum tilgangi að varla er hægt að bera þær saman. Annars vegar er um að ræða framkvæmd sem er tilraun til þess að blása lífi í byggð sem stendur mjög höllum fæti. Bara síðan árið 1997 hefur íbúum á Siglufirði fækkað um tólf prósent og engin teikn eru á lofti um að fólksfjöldalínuritið sé á leiðinni í aðra átt en niður ef ekkert verður gert. Hins vegar er um að ræða framkvæmd sem er til þess fallin að bæta samgöngur á svæði sem stendur í miklum blóma. Vissulega er brýnt að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu en það má ekki vera á kostnað landsbyggðarinnar - nema þá að ríkisstjórnin vendi sínu kvæði í kross og leggi niður allt sem heitir byggðastefna og sætti sig einfaldlega við það að ákveðin svæði á landinu séu einfaldlega ekki þess virði að leggja einhverja sérstaka rækt í þau. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði, hefur ítrekað lýst því yfir að Héðinsfjarðargöngin séu lífsspursmál fyrir bæinn. "Bættari samgöngur eru forsenda þess að Siglufjörður fái sem best þrifist," sagði Runólfur í viðtali í Fréttablaðinu ekki alls fyrir löngu. "Ekki síst eru göngin mikilvæg ef Siglufjörður á að geta sameinast öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð, en það viljum við gjarnan gera. Ef þetta verður ekki gert mun Siglufjörður eiga mjög erfitt uppdráttar, ekki síst nú þegar verið er að leggja strandsiglingar af og hætt verður að fljúga á Sauðárkrók. Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja neina rækt við þennan bæ hefði alveg eins verið hægt að leggja hann niður árið 1966 eða 1967 þegar síldin hvarf." Síðan er líka hópur stjórnmálamanna sem sér ekkert því til fyrirstöðu að ráðast í báðar þessar framkvæmdir á sama tíma. En er það skynsamlegt? Varla. Bæði Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskólans, og Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, lýstu því yfir í Fréttablaðinu fyrir nokkrum mánuðum að mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Slík stórframkvæmd myndi auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella. Miðað við stöðuna í dag virðist alveg ljóst að höfuðborgarbúar verði að bíða í að minnsta kosti fjögur ár eftir að Sundabrautin verði byggð. Reyndar er smá vonarglæta um að eitthvað gerist fyrr. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur nefnilega lýst því yfir að hún vilji skoða möguleikann á að setja Sundabrautina í einkaframkvæmd.Trausti Hafliðason -trausti@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun