Benedikt XVI boðar lítið nýtt Hafliði Helgason skrifar 21. apríl 2005 00:01 Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Valið á nýjum páfa urðu frjálslyndum víða um heim nokkur vonbrigði. Joseph Ratzinger sem valinn var í embætti páfa verður seint talinn til þeirra sem aðhyllast frjálslynd viðhorf innan kaþólsku kirkjunnar. Valið sýnir að kaþólska kirkjan sem stofnun er ekki tilbúinn til þeirrar endurskoðunar viðhorfa sem margir vonuðust eftir. Íhaldsöm öfl eru greinilega enn í meirihluta innan kirkjunnar og staða þeirra svo sterk að ekki tók langan tíma að velja páfa í þetta sinn. Jafnvel þótt staða þeirra hefði ekki verið svona sterk og að niðurstaðan hefði orðið málamiðlun í birtingarmynd örlítið frjálslyndair páfa, er ekki víst að sá hefði átt auðvelt með að hrinda í framkvæmd breytingum í átt til frjálsræðis innan kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. verður vonandi farsæll í starfi og vonandi leggur hann heiminum til boðskap sem verður til farsældar mannkyni. Hann er líkt og fyrirrennari hans barn hörmungartíma í Evrópu þegar illska og grimmd réði ríkjum. Rifjuð hefur verið upp þátttaka hans í Hitlersæskunni. Nasistísk tenging er þó tæplega sanngjörn. Hann var á barnsaldri þegar Heimstyrjöldin síðari braust út og átján ára þegar henni lauk. Hörmungar stríðsins hafa sennilega mótað manndómsár hans meira en hugmyndafræði nasista. Hins vegar er ljóst að viðhorf hans eru á margan hátt einstrengingsleg. Sumt af því sem hann hefur sagt er rammasta afturhald; annað er áminning um að á sama tíma og velsældin ríkir á vesturlöndum, þá er tómið stærra en nokkru sinni fyrr í lífi margra. Kaþólska kirkjan hefur frestað auknu frjálslyndi um að minnsta kosti einn páfa. Kirkjan hefur lifað af ýmsar breytingar tímanna og er í eðli sínu íhaldssöm. Það er eðlilegt að stofnun eins og kaþólska kirkjan breytist hægt og hún á ekki að hlaupa á eftir tískustraumum stundarinnar. Né heldur á hún að þóknast hagsmunum valdhafa á hverjum tíma. Hún er í eðli sínu í andstöðu við samtíma sinn að vissu marki á hverjum tíma. Hins vegar hefur hún nú verið á skjön við samtíma sinn um langt skeið. Sá tími mun koma að hún stígur skref í frjálsræðisátt. Kannski frá og með næsta páfa hver veit. Benedikt XVI. er 78 ára gamall og frjálslynd öfl innan kaþólsku kirkjunnar fá nú nokkur ár til þess að undirbúa sig fyrir næsta páfakjör. Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að sá tími verði vel nýttur og að Benedikt XVI gegnum taki við páfi sem leiðir sofnuð sinn veg mannúðar og umburðarlyndis. Páfa sem horfir á kærleika og fyrirgefningu sem megininntak viðhorfa sinna til manna og málefna.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar