Slagurinn harðnar Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 15. apríl 2005 00:01 Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Formannsslagurinn í samfylkingunni er greinilega að harna og skipting flokksins er að verða ljósari. Það er ekki skipting í vinstri verkalýðsarminn og hægri frjálslynda arminn. Það eru ekki málefnin sem skipta mönnum í tvennt innan flokksins, heldur virðist það einungis vera álit flokksmanna á því hver sé hæfari til að leiða flokkinn, Ingibjörg eða Össur. Það er því spurning um stjórnunarstíl og fylgi við ákveðna einstaklinga sem veldur skiptingunni í þetta skiptið. Skiptingin milli Össurarliðsins og Ingibjargarliðsins er öllum ljós. Það eru nokkrir frammámenn innan flokksins sem ekki er vitað um hvar standa. Þar á meðal er nýtt varaformannsefni flokksins, Ágúst Ólafur Ágústsson, sem ekki vill gefa upp hvorum megin hann stendur. Einnig er óljóst hvar þingmaðurinn Helgi Hjörvar stendur. Sumir segja að hann hafi kápuna á báðum öxlum. Aðrir segja að hann hafi kápuna á hvorugri. Þessi tvískipting flokksins virðist vera að teygja sig inn í varaformannsembættið, að loknu landsþingi. Svona til að halda tvískiptingunni áfram. Mikið er um það rætt að varaformaðurinn verði að koma úr tapliðinu, það er þeim hópi sem ekki sigrar keppnina um formanninn. Því er litið til þeirra sem virðast hæfir, og vitað er til að tilheyrir öðrum hvorum hópnum. Ákall til Jóhönnu til að bjóða sig fram til varaformanns er ákall til þess að einhver úr stuðningshópi Össurar komist til einhverra valda ef Ingibjörg hrósar sigri. Svipað ákall mun að öllum líkindum koma frá herbúðum Ingibjargar ef hún nær ekki kjöri. Ástæða skiptingarinnar, eins og áður sagði, er ekki málefnaágreiningur. Ástæða tvískiptingarinnar er mun frekar ósk um vald, eða hræðsla um að missa vald. Fólk í báðum hópum óttast eflaust að ef hinn aðilinn vinnur, þá munu þeir þingmenn sem studdu "tapliðið" ekki vera í ráðherrahópi formannsins. Því verður að tryggja varaformanninn til að tryggja sæti ef flokkurinn lendir í ríkisstjórn. Hvað á þá að gera við svona frambjóðendur til varaformanns eins og Ágúst Ólaf sem ætlar sér að halda sig fyrir utan ISG-ÖS slaginn? Sumir myndu telja að hann væri góður kostur til að viðhalda ekki tvískiptingunni. Þessar tvær valdablokkir sem fyrir eru í flokknum vilja samt örugglega halda sínu striki áfram. Spurningin er því bara, er hægt að sameina Samfylkinguna aftur? Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun