40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl 10. apríl 2005 00:01 Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira