6 milljarða niðurskurður 13. október 2005 19:01 Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira