6 milljarða niðurskurður 13. október 2005 19:01 Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Ný samgönguáætlun, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi, felur í sér nærri sex milljarða króna niðurskurð á kosningaloforðum sem gefin voru fyrir tveimur árum. Í marsmánnuði árið 2003, tveimur mánuðum fyrir síðustu þingkosningar, sem Alþingi samþykkti samgönguáætlun sem fól í sér fyrirheit um verulegar samgöngubætur. Þau fyrirheit héldu ekki lengi því tveimur mánuðum eftir kosningar var byrjað að skera niður loforðin við fyrstu fjárlagagerð. Þeim niðurskurði er nú haldið áfram með nýrri samgönguáætlun sem ætlunin er að ræða á Alþingi í næstu viku. Í fyrra voru 1.822 milljónir króna skornar af vegamálunum. Í ár á að skera 1.900 milljónir af og á næsta ári vill ríkisstjórnin að 2.000 milljónir verði skornar af. Langstærstur hlutinn er skorinn af Héðinsfjarðargöngum. Af öðrum framkvæmdum sem seinkar vegna niðurskurðar stjórnvalda má nefna þann kafla Reykjanesbrautar sem liggur milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs en til hefur staðið að tvöfalda þennan veg til að greiða fyrir umferð. Lagning nýs Álftanesvegar lendir í niðurskurði, sömuleiðis gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar en þar myndast iðulega langar bílaraðir á annatímum. Á Vestfjörðum lendir Djúpvegur í niðurskurði, það er leiðin yfir Mjóafjörð. Á Norðausturlandi bitnar niðurskurður á nýjum vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar, suðaustanlands er ný veglína yfir Hornarfjarðarfljót skorin af, sunnanlands er skorin af ný Hvítárbrú á móts við Flúðir og á suðvesturhorninu eru Gjábakkavegur og Suðurstrandarvegur skornir niður. Þeir sem lengi hafa fylgst með samspili kosninga og vegaútgjalda hafa tekið eftir sérkennilegu mynstri hjá stjórnmálamönnum sem jafnan hafa kynnt áform um stórauknar vegaframkvæmdir, tveimur mánuðum fyrir kosningar eða svo, og svo skorið þær aftur niður um tveimur mánuðum eftir kosningar. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segist meðal annarra hafa séð þessa tilhneigingu. Hann tekur þó fram að síðasta viðbót hafi komið nánast alveg „ofan í“ kosningarnar þannig að hún hafi ekki verið skorin niður því gríðarlegar framkvæmdir hafi átt sér stað árið 2003.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira