Leiðin liggur bara upp á við 13. október 2005 19:01 Valur og HK mætast í oddaleik í Valsheimilinu í dag í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn með einu marki, 26-25, en HK sneri blaðinu við í Digranesi á fimmtudagskvöldið með öruggum sex marka sigri, 34-28. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri bjartsýnn fyrir leikinn í dag því að leiðin gæti aðeins legið upp á við hjá hans mönnum. "Við getum bætt okkur verulega á öllum sviðum og eigum heilmikið inni hvað varðar varnarleik, markvörslu, sóknarleik og frammistöðu lykilmanna. Varnarleikurinn sem við buðum upp á var ömurlegur og algjörlega úr takt við það sem við höfum sýnt að undanförnu. Það er gömul tugga en þetta byrjar allt á vörninni og ef við höfum hana í lagi þá verður allt hitt auðveldara. Þetta hafa verið stórskemmtilegir leikir tveggja jafnra liða en það er mín tilfinning að þetta ráðist á heimavellinum. Með þessu er ég auðvitað að spá okkur sigri en ég veit að það verður ekki auðvelt. Við eigum hins vegar bara svo mikið inni, menn eins og Baldvin Þorsteinsson og Heimir Örn Árnason eiga eftir að koma upp og því get ég ekki annað en verið bjartsýnn," sagði Óskar Bjarni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, hefur reynst Valsmönnum erfiður í tveimur fyrstu leikjunum og Óskar Bjarni segir það ekki koma sér á óvart. "Hann er frábær markvörður og hefur sýnt það ítrekað upp á síðkastið. Hann stóð sig gríðarlega vel með U-20 ára landsliðinu um páskana og hefur varið vel núna. Hann hefur sýnt það að hann þolir pressuna sem fylgir því að spila í úrslitakeppninni en við munum finna leið framhjá honum í þessum leik," sagði Óskar Bjarni. Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Valur og HK mætast í oddaleik í Valsheimilinu í dag í átta liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn með einu marki, 26-25, en HK sneri blaðinu við í Digranesi á fimmtudagskvöldið með öruggum sex marka sigri, 34-28. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri bjartsýnn fyrir leikinn í dag því að leiðin gæti aðeins legið upp á við hjá hans mönnum. "Við getum bætt okkur verulega á öllum sviðum og eigum heilmikið inni hvað varðar varnarleik, markvörslu, sóknarleik og frammistöðu lykilmanna. Varnarleikurinn sem við buðum upp á var ömurlegur og algjörlega úr takt við það sem við höfum sýnt að undanförnu. Það er gömul tugga en þetta byrjar allt á vörninni og ef við höfum hana í lagi þá verður allt hitt auðveldara. Þetta hafa verið stórskemmtilegir leikir tveggja jafnra liða en það er mín tilfinning að þetta ráðist á heimavellinum. Með þessu er ég auðvitað að spá okkur sigri en ég veit að það verður ekki auðvelt. Við eigum hins vegar bara svo mikið inni, menn eins og Baldvin Þorsteinsson og Heimir Örn Árnason eiga eftir að koma upp og því get ég ekki annað en verið bjartsýnn," sagði Óskar Bjarni. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður HK, hefur reynst Valsmönnum erfiður í tveimur fyrstu leikjunum og Óskar Bjarni segir það ekki koma sér á óvart. "Hann er frábær markvörður og hefur sýnt það ítrekað upp á síðkastið. Hann stóð sig gríðarlega vel með U-20 ára landsliðinu um páskana og hefur varið vel núna. Hann hefur sýnt það að hann þolir pressuna sem fylgir því að spila í úrslitakeppninni en við munum finna leið framhjá honum í þessum leik," sagði Óskar Bjarni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira