Útrás eða flótti 13. október 2005 19:01 Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Vangaveltur eru innan verkalýðshreyfingarinnar um það hvort útrás íslenskra fyrirtækja, til dæmis til baltnesku landanna, sé útrás eða flótti frá íslenskum vinnumarkaði þar sem starfsmenn hafa góð laun, njóta mikilla réttinda og verkalýðshreyfingin er sterk. Verkalýðshreyfingin í baltnesku löndunum er veik. "Þar geta atvinnurekendur ráðið og rekið fólk eins og þeim sýnist. Á norðurlöndunum er verkalýðshreyfingin sterk. Hér er ákveðin hefð fyrir samskiptum á vinnumarkaði sem ekki er fyrir hendi í baltnesku löndunum. Því spyrjum við: Er verið að misnota fólk. Starfsgreinasambandið ætlar að fjalla um þetta á málþingi 10. maí," segir Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Félagsleg undirboð og straumur fólks á vinnumarkað án tilskilinna leyfa einkennir vinnumarkaðinn þessa dagana. Skúli segir að sama vandamál sé í öðrum ríkjum Evrópu en verkalýðshreyfingin styðji við bakið á verkalýðshreyfingunni í ríkjum gömlu Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. "Samkeppnisstaða fyrirtækja á markaði ræðst af því hvaða kostnað fyrirtækin hafa af sinni starfsemi. Þar er launaþátturinn mikilvægur. Sum fyrirtæki fara úr landi og hasla sér völl þar sem þau fá ódýrara vinnuafl. Það þýðir að verkalýðshreyfingin verður líka að hefja útrás," segir hann. Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, er ósammála því að útrásin sé flótti. Margar ástæður séu fyrir því að hagkvæmara sé að hafa vissa þætti starfseminnar erlendis, til dæmis gengismál. Í því felist bara skynsemi og komi launum og réttindamálum ekkert við. "Samkeppni frá Asíu fer vaxandi. Hér er hátt menntunarstig og mikil þekking en ég held að það styrki fyrirtækin í heild að geta verið með hluta starfseminnar í öðru umhverfi en þessu íslenska. Hampiðjan hefur aldrei verið með öflugri starfsemi á Íslandi en núna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira