Salan snupruð af stjórnarandstöðu 4. apríl 2005 00:01 Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira