Ekkert aprílgabb á HSÍ 3. apríl 2005 00:01 Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Fréttin sem þeir birtu reyndist ekki vera neitt aprílgabb. Það þarf samt ekki að koma á óvart að margir hafa talið fréttina vera lélegt aprílgabb því í henni segir að Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari muni halda fyrirlestur á ráðstefnu EHF fyrir dómara og eftirlitsmenn. Fyrirlesturinn á að vera um hvernig hægt sé að bæta samskipti dómara og þjálfara. Viggó hefur verið iðinn við að gagnrýna dómara í gegnum tíðina og fór síðast mikinn á HM í Túnis þar sem hann vandaði alþjóðlegum dómurum ekki kveðjurnar. "Það er rétt að segja að ég sé að fara að lesa dómurum pistilinn með fullu leyfi þeirra," sagði Viggó léttur við Fréttablaðið í gær en fyrirlesturinn mun fara fram í Vínarborg um miðjan mánuðinn. "Ég var beðinn um að taka þetta að mér og mér fannst það vera lítið mál." Fyrirlesturinn hjá Viggó verður eflaust beinskeyttur enda hefur maðurinn sterkar skoðanir á málefninu og gætu margir haldið að hann myndi tala um málið í marga klukkutíma en svo verður nú ekki. "Ég hef mínar skoðanir á málunum og þetta er ágætis tækifæri til þess að koma þeim á framfæri. Ég er ekki búinn að semja erindið en mér detta strax nokkrir hlutir í hug sem mig langar að ræða," sagði Viggó Sigurðsson og bætti við að það væri fyrir löngu búið að negla þetta og því væri ekki um neitt aprílgabb að ræða af hálfu HSÍ þótt margir hafi talið svo vera. Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira
Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Fréttin sem þeir birtu reyndist ekki vera neitt aprílgabb. Það þarf samt ekki að koma á óvart að margir hafa talið fréttina vera lélegt aprílgabb því í henni segir að Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari muni halda fyrirlestur á ráðstefnu EHF fyrir dómara og eftirlitsmenn. Fyrirlesturinn á að vera um hvernig hægt sé að bæta samskipti dómara og þjálfara. Viggó hefur verið iðinn við að gagnrýna dómara í gegnum tíðina og fór síðast mikinn á HM í Túnis þar sem hann vandaði alþjóðlegum dómurum ekki kveðjurnar. "Það er rétt að segja að ég sé að fara að lesa dómurum pistilinn með fullu leyfi þeirra," sagði Viggó léttur við Fréttablaðið í gær en fyrirlesturinn mun fara fram í Vínarborg um miðjan mánuðinn. "Ég var beðinn um að taka þetta að mér og mér fannst það vera lítið mál." Fyrirlesturinn hjá Viggó verður eflaust beinskeyttur enda hefur maðurinn sterkar skoðanir á málefninu og gætu margir haldið að hann myndi tala um málið í marga klukkutíma en svo verður nú ekki. "Ég hef mínar skoðanir á málunum og þetta er ágætis tækifæri til þess að koma þeim á framfæri. Ég er ekki búinn að semja erindið en mér detta strax nokkrir hlutir í hug sem mig langar að ræða," sagði Viggó Sigurðsson og bætti við að það væri fyrir löngu búið að negla þetta og því væri ekki um neitt aprílgabb að ræða af hálfu HSÍ þótt margir hafi talið svo vera.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Sjá meira