Samskip sækir inn í Rússland 31. mars 2005 00:01 Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Eystrasaltsskrifstofurnar, sem staðsettar eru í Tallin, Ríga og Klaipeda, styrkja enn frekar stöðugt vaxandi gámaflutninganet Samskipa erlendis og felst þjónustan fyrst og fremst í umfangsmikilli flutningastarfsemi á sjó, landi og í lofti, þar sem sinnt er jöfnum höndum alhliða flutningamiðlun og gáma-, frysti- og stórflutningum. „Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum mörkuðum með því að koma betur á framfæri þeim skraddarasaumuðu heildarlausnum á öllum sviðum flutninga sem Samskip bjóða upp á. Þar gegna nýju skrifstofurnar mikilvægu hlutverki,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Samskipum erlendis en Eystrasaltsskrifstofurnar heyra undir höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam. Náið samstarf verður við skrifstofur félagsins í Rússlandi og Úkraínu til að ná fram sem mestri hagkvæmni. „Þungamiðja flutningastarfsemi í Evrópu er að færast austar og hér höfum við sterka stöðu, hvort sem um er að ræða flutningsmiðlun áfram austur á bóginn með skipum, lestum eða flutningabílum,“ segir Björn. Einnig hafa Samskip tekið að sér að vera umboðsaðili japanska skipafélagsins Mitsui O.S.K. Lines í Eystrasaltslöndunum þremur en félagið hefur verið umboðsaðili Mitsui í Rússlandi frá árinu 2001. „Með auknu samstarfi við Mitsui og tilkomu nýju Eystrasaltsskrifstofanna erum við mun betur í stakk búin til að sinna stöðugt vaxandi flutningum austur á bóginn til Rússlands og áfram til fyrrum Sovétlýðvelda, sem og fleiri áfangastaða í Mið-Asíu,“ segir Björn. Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn. Eystrasaltsskrifstofurnar, sem staðsettar eru í Tallin, Ríga og Klaipeda, styrkja enn frekar stöðugt vaxandi gámaflutninganet Samskipa erlendis og felst þjónustan fyrst og fremst í umfangsmikilli flutningastarfsemi á sjó, landi og í lofti, þar sem sinnt er jöfnum höndum alhliða flutningamiðlun og gáma-, frysti- og stórflutningum. „Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum mörkuðum með því að koma betur á framfæri þeim skraddarasaumuðu heildarlausnum á öllum sviðum flutninga sem Samskip bjóða upp á. Þar gegna nýju skrifstofurnar mikilvægu hlutverki,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Samskipum erlendis en Eystrasaltsskrifstofurnar heyra undir höfuðstöðvar Samskipa í Rotterdam. Náið samstarf verður við skrifstofur félagsins í Rússlandi og Úkraínu til að ná fram sem mestri hagkvæmni. „Þungamiðja flutningastarfsemi í Evrópu er að færast austar og hér höfum við sterka stöðu, hvort sem um er að ræða flutningsmiðlun áfram austur á bóginn með skipum, lestum eða flutningabílum,“ segir Björn. Einnig hafa Samskip tekið að sér að vera umboðsaðili japanska skipafélagsins Mitsui O.S.K. Lines í Eystrasaltslöndunum þremur en félagið hefur verið umboðsaðili Mitsui í Rússlandi frá árinu 2001. „Með auknu samstarfi við Mitsui og tilkomu nýju Eystrasaltsskrifstofanna erum við mun betur í stakk búin til að sinna stöðugt vaxandi flutningum austur á bóginn til Rússlands og áfram til fyrrum Sovétlýðvelda, sem og fleiri áfangastaða í Mið-Asíu,“ segir Björn.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira