Þrengjum að stjórnmálaflokkunum 29. mars 2005 00:01 Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar