Er vit í þessu? Guðmundur Magnússon skrifar 21. mars 2005 00:01 Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það var víst sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Siglufirði á laugardaginn þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, sem einnig er þingmaður kjördæmisins, tilkynnti að hafist yrði handa um gerð Héðinsfjarðarganga á næsta ári og göngin opnuð í árslok 2009. Þessar framkvæmdir áttu sem kunnugt er að hefjast fyrir tveimur árum en var þá frestað í sparnaðarskyni við við mikil og almenn mótmæli og óánægju Siglfirðinga, Ólafsfirðinga og annarra íbúa á Norðurlandi vestra. Um það er ekki deilt að göngin sem tengja Ólafsfjörð og Siglufjörð eru mikil samgöngubót, ekki síst að vetrarlagi. Og fleira hangir á spýtunni að sögn sveitarstjórnarmanna fyrir norðan; göngin skapa grundvöll fyrir sameiningu sveitarfélaga á svæðinu, samstarfi fyrirtækja og stóraukinni ferðaþjónustu. Rök Sturlu Böðvarssonar fyrir framkvæmdunum eru þau að nauðsynlegt sé að landið sé allt byggt. Hann sér göngin sem lið í að efla Eyjafjarðarsvæðið, frá Siglufirði til Akureyrar, sem eðlilegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Nýta þurfi fjárfestingar á svæðinu og til þess þurfi greiðar samgöngur. Og líklegt er að í kjölfar framkvæmdanna verði ekki aðeins um að ræða aukna nýtingu fjárfestinga sem þegar eru komnar til sögu. Þegar heyrast raddir um að göngin kalli á margs konar uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæðinu, fleiri skóli, fleiri sjúkrastofnanir og annað af því tagi, Eins og með aðrar svokallaðar byggðaframkvæmdir er þverpólitísk samstaða um Héðinsfjarðargöngin. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt frestun þeirra á sínum tíma. Þeir fjölmenntu á fagnaðarhátina á Siglufirði og föðuðu samgönguráðherra. Göngin kosta sitt. Áætlunin hljóðar upp á 7 milljarða króna. Íbúar á Siglufirði, sem helst munu njóta ganganna, eru innan við 1.400 að tölu og hefur farið fækkandi með hverju árinu. Ef heildarupphæðinni er deilt á íbúana koma 5 milljónir í hlut hvers bæjarbúa eða 20 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Samkvæmt áætlunum Vegagerðarinnar munu 350 bílar fara um Héðinsfjarðargöng á sólarhring. Ekki verða innheimt veggjöld eins og í Hvalfjarðargöngum suðvestanlands. Um þau fara næstum fjögur þúsund bílar á sólarhring og hver og einn bílstjóri sem ekki kaupir miða í áskrift þarf að greiða 1000 krónur fyrir ferðina. Þær raddir hafa heyrst - og ekki í fyrsta sinn núna þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir - að Héðinsfjarðargöng séu tóm vitleysa, sóun almannafjár og jafnvel móðgun við íbúa annars staðar á landinu, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem sárvantar samgöngumannvirki. Sumir tala um Héðinsfjarðargöng sem þverpólitíska spillingu á háu stigi. Sagt er að landsmenn hafi enga ástæðu til að fagna með Siglfirðingum. Einn helsti álitsgjafi þjóðarinnar, Egill Helgason, kenndur við Silfrið á Stöð tvö, kallar Siglufjarðargöngin "skrípaleik" á vefsíðu sinni í gær. Hér má lesa pistil Egils og hinar líflegu umræður sem sköpuðust um hann. Hvað finnst lesendum Skoðana á Visi um málið? Hittir Egill í mark eða eru ummæli hans vanhugsuð, jafnvel fordómafull? Orðið er laust til frekari umfjöllunar. gm@frettabladid.is.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun