Mun þenslan bera okkur ofurliði? Hafliði Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun