Ríkisstjórnin matreiðir málefnin Þórlindur Kjartansson skrifar 18. mars 2005 00:01 Á undanförnum dögum og vikum hafa sífellt fleiri óþægileg mál komið upp er varða samskipti ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því á sunnudag að fjöldi ríkisstofnanna hafi á síðustu fjórum árum átt þátt í því að framleiða og dreifa tilbúnum fréttum til að styðja málstað ríkisstjórnarinnar. Þessum fréttum hefur verið komið í dreifingu og fréttamyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpsstöðvum hafa í sumum tilfellum komið beint frá þessum ríkisstofnunum. Umfang fjölmiðlamaskínu Hvíta hússins er mikið. Því er haldið fram að á þriðja hundrað milljónum Bandaríkjadala hafi verið varið til þess að framleiða fréttir um allt hvaðeina sem ríkisstjórnin hefur haft á dagskrá. Hér er ekki aðeins um að tefla fréttamyndir og frásagnir af stríðsátökum heldur hafa stjórnvöld einnig staðið í framleiðslu á fréttum um umdeild innanríkismál eins og ellilífeyriskerfið, öryggi í flugumferð og margt fleira. Fréttin í New York Times kemur fram skömmu eftir mikið fjaðrafok yfir því að ríkisstofnanir höfðu á launaskrá ýmsa dálkahöfunda í dagblöðum sem þáðu greiðslur fyrir að færa rök fyrir málstað ríkisstjórnarinnar án þess að lesendum væri gert það ljóst. Það er þekkt víða um heim að stórfyrirtæki reyna að troða eigin "fréttum" inn í fréttatíma sjónvarpsstöðva en svo virðist sem gengið hafi verið skrefinu lengra í ýmsum af þeim fréttum sem ríkisstjórnin hefur látið vinna fyrir sig. Fréttirnar hafa birst í fréttatímum og jafnvel og engin grein verið gerð fyrir því að þeir voru í raun ekki fréttamenn heldur almannatengslamenn á fullum launum hjá ríkinu. Sökin liggur þó ekki aðeins hjá ríkinu heldur ekki síður hjá fjölmiðlunum sjálfum sem virðast fegnir að geta sent frá sér fullunnar, og þar með ódýrar, fréttir jafnvel þótt þær séu ekki unnar af fréttamönnunum sjálfum. Í frétt New York Times á sunnudag kemur fram að sú aðferð að senda út tilbúnar fréttir til birtingar hafi verið notuð í forsetatíð Bill Clinton en fullyrt er að aðferðin sé mun útbreiddari nú. Eftir hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hófst mikið stríð um stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæði í Afganistan og síðar í Írak. Lítil stofnun sem fram að þvi hafði haft það hlutverk að senda út fréttamannafundi og sinna tæknivinnu til stuðnings fjölmiðlafólki tók að sér nýtt hlutverk og byrjað að framleiða fréttir frá A til Ö. Margar fréttir frá Írak og Afganistan þar sem miklum árangri Bandaríkjamanna er lýst og viðtöl sýnd við þakkláta heimamenn hafa í raun verið framleidd af verktökum bandarískra ráðuneyta í því augnamiði að sýna jákvæða mynd af stöðu mála. Talsmaður stofnunarinnar segir við New York Times: "Okkar markmið er að koma staðreyndum og sannleikanum á framfæri. Við erum ekki áróðursskrifstofa." En það er eflaust ekki huggun fyrir marga að vera þess vissir að "fréttamenn" bandarísku ríkisstjórnarinnar telji sig vera handhafa sannleikans. Fjölmiðlar eru undir stöðugum þrýstingi á birtingu alls kyns upplýsinga. Það er hins vegar ekki til marks um vönduð vinnubrögð á dagblaði að birta fréttatilkynningar í blöðum án þess að geta þess að hún sé komin frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Það er óhætt að fullyrða að engri fréttastofu á Íslandi dytti í hug að taka við slíku efni og birta það óbreytt án þess að geta þess að efnið er sent frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Á stórum markaði eins og þeim bandaríska getur þetta verið meiri vandkvæðum bundið þar sem stór hluti efnisins berst í gegnum miðlægar fréttastofur stórra fréttastofa eins og Reuters og Associated Press. Í að minnsta kosti einu tilviki sem blaðamenn New York skoðuðu brást Associated Press og sendi "frétt" frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu án þess að geta upprunans. Fæstar fréttastofur hafa burði til þess að fjalla af sjálfsdáðum um allt sem gerist í heiminum og því er trúverðugleiki stóru fréttamiðlanna, eins og Reuters og AP, mjög mikilvægur. Þessi fyrirtæki eru í raun fréttastofur fyrir fréttastofurnar og gengið er út frá því að þær fylgi ítrustu reglum vandaðrar blaðamennsku. Í flestum tilvikum er það væntanlega röð mistaka sem veldur því að "frétt" sem unnin er af áróðursmeisturum stjórnvalda í Bandaríkjunum endar í sjónvarpstækjum fólks sem fullgilt fréttaefni. Það er hins vegar hæpið að stjórnvöld í Bandaríkjunum verji hundruðum milljóna Bandaríkjadala í að framleiða fréttaeftirlíkingar nema í þeirri von að á endanum fái áhorfandinn það á tilfinninguna að hann sé að fá fréttina frá hlutlausum aðila.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hafa sífellt fleiri óþægileg mál komið upp er varða samskipti ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fjölmiðla. Bandaríska dagblaðið New York Times greindi frá því á sunnudag að fjöldi ríkisstofnanna hafi á síðustu fjórum árum átt þátt í því að framleiða og dreifa tilbúnum fréttum til að styðja málstað ríkisstjórnarinnar. Þessum fréttum hefur verið komið í dreifingu og fréttamyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpsstöðvum hafa í sumum tilfellum komið beint frá þessum ríkisstofnunum. Umfang fjölmiðlamaskínu Hvíta hússins er mikið. Því er haldið fram að á þriðja hundrað milljónum Bandaríkjadala hafi verið varið til þess að framleiða fréttir um allt hvaðeina sem ríkisstjórnin hefur haft á dagskrá. Hér er ekki aðeins um að tefla fréttamyndir og frásagnir af stríðsátökum heldur hafa stjórnvöld einnig staðið í framleiðslu á fréttum um umdeild innanríkismál eins og ellilífeyriskerfið, öryggi í flugumferð og margt fleira. Fréttin í New York Times kemur fram skömmu eftir mikið fjaðrafok yfir því að ríkisstofnanir höfðu á launaskrá ýmsa dálkahöfunda í dagblöðum sem þáðu greiðslur fyrir að færa rök fyrir málstað ríkisstjórnarinnar án þess að lesendum væri gert það ljóst. Það er þekkt víða um heim að stórfyrirtæki reyna að troða eigin "fréttum" inn í fréttatíma sjónvarpsstöðva en svo virðist sem gengið hafi verið skrefinu lengra í ýmsum af þeim fréttum sem ríkisstjórnin hefur látið vinna fyrir sig. Fréttirnar hafa birst í fréttatímum og jafnvel og engin grein verið gerð fyrir því að þeir voru í raun ekki fréttamenn heldur almannatengslamenn á fullum launum hjá ríkinu. Sökin liggur þó ekki aðeins hjá ríkinu heldur ekki síður hjá fjölmiðlunum sjálfum sem virðast fegnir að geta sent frá sér fullunnar, og þar með ódýrar, fréttir jafnvel þótt þær séu ekki unnar af fréttamönnunum sjálfum. Í frétt New York Times á sunnudag kemur fram að sú aðferð að senda út tilbúnar fréttir til birtingar hafi verið notuð í forsetatíð Bill Clinton en fullyrt er að aðferðin sé mun útbreiddari nú. Eftir hryðjuverkaárásirnar haustið 2001 hófst mikið stríð um stuðning Bandaríkjamanna við aðgerðir ríkisstjórnarinnar bæði í Afganistan og síðar í Írak. Lítil stofnun sem fram að þvi hafði haft það hlutverk að senda út fréttamannafundi og sinna tæknivinnu til stuðnings fjölmiðlafólki tók að sér nýtt hlutverk og byrjað að framleiða fréttir frá A til Ö. Margar fréttir frá Írak og Afganistan þar sem miklum árangri Bandaríkjamanna er lýst og viðtöl sýnd við þakkláta heimamenn hafa í raun verið framleidd af verktökum bandarískra ráðuneyta í því augnamiði að sýna jákvæða mynd af stöðu mála. Talsmaður stofnunarinnar segir við New York Times: "Okkar markmið er að koma staðreyndum og sannleikanum á framfæri. Við erum ekki áróðursskrifstofa." En það er eflaust ekki huggun fyrir marga að vera þess vissir að "fréttamenn" bandarísku ríkisstjórnarinnar telji sig vera handhafa sannleikans. Fjölmiðlar eru undir stöðugum þrýstingi á birtingu alls kyns upplýsinga. Það er hins vegar ekki til marks um vönduð vinnubrögð á dagblaði að birta fréttatilkynningar í blöðum án þess að geta þess að hún sé komin frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Það er óhætt að fullyrða að engri fréttastofu á Íslandi dytti í hug að taka við slíku efni og birta það óbreytt án þess að geta þess að efnið er sent frá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Á stórum markaði eins og þeim bandaríska getur þetta verið meiri vandkvæðum bundið þar sem stór hluti efnisins berst í gegnum miðlægar fréttastofur stórra fréttastofa eins og Reuters og Associated Press. Í að minnsta kosti einu tilviki sem blaðamenn New York skoðuðu brást Associated Press og sendi "frétt" frá bandaríska varnarmálaráðuneytinu án þess að geta upprunans. Fæstar fréttastofur hafa burði til þess að fjalla af sjálfsdáðum um allt sem gerist í heiminum og því er trúverðugleiki stóru fréttamiðlanna, eins og Reuters og AP, mjög mikilvægur. Þessi fyrirtæki eru í raun fréttastofur fyrir fréttastofurnar og gengið er út frá því að þær fylgi ítrustu reglum vandaðrar blaðamennsku. Í flestum tilvikum er það væntanlega röð mistaka sem veldur því að "frétt" sem unnin er af áróðursmeisturum stjórnvalda í Bandaríkjunum endar í sjónvarpstækjum fólks sem fullgilt fréttaefni. Það er hins vegar hæpið að stjórnvöld í Bandaríkjunum verji hundruðum milljóna Bandaríkjadala í að framleiða fréttaeftirlíkingar nema í þeirri von að á endanum fái áhorfandinn það á tilfinninguna að hann sé að fá fréttina frá hlutlausum aðila.Þórlindur Kjartansson - thkjart@frettabladid.is
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun