Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót 18. mars 2005 00:01 "Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira
"Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira