Dreymdi mig símtalið við Viggó? 18. mars 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið. Sá er seinheppinn með eindæmum og heitir Vilhjálmur Ingi Halldórsson, leikmaður Vals. Hann hafði talað við Viggó í upphafi vikunnar þar sem landsliðsþjálfarinn tjáði honum að hann væri í landsliðinu. Þegar Vilhjálmur las fréttir af fundinum brá honum verulega í brún því allir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði misst sæti sitt í liðinu. Skal svo sem engan undra því nafn hans var ekki á lista yfir leikmenn og því gátu fréttamenn ekki vitað betur. "Mér krossbrá þegar ég las í blöðunum að ég væri ekki í landsliðinu og hugsaði bara hvað er að gerast? Ég vissi ekki alveg hvort mig hefði verið að dreyma símtalið við Viggó eða ekki en svo mundi ég að það var hringt úr númerinu hans þannig að það gat ekki annað verið en þetta hefði verið hann," sagði Vilhjálmur en HSÍ leiðrétti þessi leiðu mistök ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir blaðamannafundinn. Vilhjálmur reyndi strax á miðvikudagskvöldið að ná í Viggó til þess að fá svör við því hvað væri í gangi. Það gekk frekar illa og náði Vilhjálmur ekki í Viggó fyrr en á fimmtudagsmorgun. "Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt símtal en ég spurði bara hvað ég hefði eiginlega gerst en þá sagði Viggó mér að það hefðu bara orðið mistök. Mér var mikið létt við þær fréttir," sagði Vilhjálmur, sem verður vonandi skráður á skýrslu í einhverjum leikjum gegn Pólverjum um páskana. Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Þegar Viggó Sigurðsson tilkynnti landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikina gegn Pólverjum um páskana brá einum handboltamanni mikið. Sá er seinheppinn með eindæmum og heitir Vilhjálmur Ingi Halldórsson, leikmaður Vals. Hann hafði talað við Viggó í upphafi vikunnar þar sem landsliðsþjálfarinn tjáði honum að hann væri í landsliðinu. Þegar Vilhjálmur las fréttir af fundinum brá honum verulega í brún því allir fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði misst sæti sitt í liðinu. Skal svo sem engan undra því nafn hans var ekki á lista yfir leikmenn og því gátu fréttamenn ekki vitað betur. "Mér krossbrá þegar ég las í blöðunum að ég væri ekki í landsliðinu og hugsaði bara hvað er að gerast? Ég vissi ekki alveg hvort mig hefði verið að dreyma símtalið við Viggó eða ekki en svo mundi ég að það var hringt úr númerinu hans þannig að það gat ekki annað verið en þetta hefði verið hann," sagði Vilhjálmur en HSÍ leiðrétti þessi leiðu mistök ekki fyrr en rúmum sólarhring eftir blaðamannafundinn. Vilhjálmur reyndi strax á miðvikudagskvöldið að ná í Viggó til þess að fá svör við því hvað væri í gangi. Það gekk frekar illa og náði Vilhjálmur ekki í Viggó fyrr en á fimmtudagsmorgun. "Þetta var ekkert sérstaklega auðvelt símtal en ég spurði bara hvað ég hefði eiginlega gerst en þá sagði Viggó mér að það hefðu bara orðið mistök. Mér var mikið létt við þær fréttir," sagði Vilhjálmur, sem verður vonandi skráður á skýrslu í einhverjum leikjum gegn Pólverjum um páskana.
Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ „Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Muslera með mark og Mourinho súr Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Nýliðar á ráspól fyrir stærsta kappakstur í heimi „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira