Hláturinn lengir lífið Guðmundur Magnússon skrifar 16. mars 2005 00:01 Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun