Innlent

Málið rætt í allsherjarnefnd?

Allsherjarnefnd fundar á morgun en ekki liggur fyrir hvort að mál Bobby Fischers verður þar rætt. Eins og greint var frá í morgun myndu Japanar veita Fischer leyfi til að fara til Íslands ef hann fengi íslenskt ríkisfang, eftir því sem japanskur stjórnmálamaður hefur eftir yfirmanni japanska útlendingaeftirlitsins.  Ekki hefur fengist staðfest að Masaharu Miura hafi lýst þessari skoðun sinni, þó að Mizuho Fukushima, formaður flokks sósíaldemókrata, hafi þetta eftir honum. Raunar ganga ummælin þvert á það sem Miura sagði við þingnefnd í gær; að Japanar gætu aðeins veitt Fischer leyfi til þess að fara til Bandaríkjanna. Mál hans væri ekki þess eðlis að hægt væri að veita honum undanþágu frá japönskum lögum sem mæla fyrir um að menn sem brjóti innflytjendalög landsins skuli sendir til síns heimalands. Hvorki náðist í formann allsherjarnefndar né varaformann fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×