Við borgum ekki! 15. mars 2005 00:01 Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun