Við borgum ekki! 15. mars 2005 00:01 Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Umsækjendum um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins finnst þeir hafðir að fíflum. Formlegt mat á hæfni umsækjenda fer fram með ærinni fyrirhöfn og málefnaleg tillaga gerð um ráðningu. Þá kemur í ljós að Framsóknarflokkurinn telur sig eiga stöðuna! Mér finnst ég líka hafa verið hafður að fífli. Afnotagjöldin eru lögboðin skylda og stofnunin er eign landsmanna allra. Nú er komið í ljós að þetta er allt misskilningur. RÚV er í eigu stjórnmálaflokka og þeir fara með það eins og þinglýsta eign sína. Ef ekki er farið eftir eðlilegum leikreglum á Ríkisútvarpinu, er réttast að landsmenn hætti að greiða afnotagjöldin. Tími borgaralegrar óhlýðni er runninn upp. Borgaraleg óhlýðni Með borgaralegri óhlýðni er átt við lögbrot af prinsippástæðum. Lögin eru brotin, því er ekki leynt, heldur beinlínis látið vita af því. Mikilvægt er að viðkomandi hagnist ekkert persónulega á lögbrotinu, enda er það ekki tilgangurinn. Í þessu tilfelli yrði stofnaður bankareikningur og afnotagjöldin greidd inn á hann, en Ríkisútvarpið látið vita af því. Peningarnir eru síðan geymdir á reikningnum uns leikreglur eru virtar og eðlilegt ástand skapast. Best væri auðvitað að einhver félagasamtök gættu reikningsins og héldu utan um það hverjir greiddu inn á hann. En þetta er þó engin nauðsyn, hver einstaklingur sem getur ekki samvisku sinnar vegna greitt afnotagjöldin, getur stofnað slíkan reikning sjálfur. RÚV getur ekki rukkað Spurningin sem eðlilega vaknar er þessi: Hvað gerist þegar RÚV fer að rukka inn afnotagjöldin? Svarið við því er einfalt. RÚV verður bent á það kurteislega að upphæðin hafi verið greidd inn á reikning og kvittun sýnd fyrir því. Óhlýðnin byggist á virðingu fyrir hlutverki Ríkisútvarpsins og því er erfitt fyrir stofnunina að ganga hart fram. Þeir sem grafa undan RÚV er ekki hinir óhlýðnu, heldur þeir stjórnendur stofnunarinnar sem grafið hafa undan lögmæti hennar með ákvörðunum sínum. Að siga lögmönnum og lögreglu á yfirlýsta stuðningsmenn stofnunarinnar er hreint glapræði. Daginn sem reynt verður að siga lögreglunni á fólk sem ekki hefur greitt mun RÚV hrynja til grunna. Hér þarf í rauninni ekki nema einn til, en því fleiri sem ekki greiða, því betra. Ríkisútvarpið verður ekki í neinni stöðu til að rukka inn afnotagjöldin af þeim sem greitt hafa þau inn á sérstakan reikning. Ég hygg að stofnuninni muni ekki einu sinni detta það í hug. RÚV hefur ekki hreinan skjöld í þessu máli, enda augljóslega brotið eðlilegar leikreglur í lýðræðissamfélagi. RÚV og réttarríkið Nú mun sjálfsagt heyrast hljóð úr horni um réttaríkið og hættuna á því að borgararnir taki lögin í sínar hendur. Svarið við þessu er einfalt: Var ráðning fréttastjóra útvarpsins dæmi um virðingu fyrir réttarríkinu og lýðræðislegum stjórnarháttum? Bar ráðningin vitni um háleita virðingu fyrir jafnrétti borgaranna? Er ekki augljóst að stjórnendur RÚV nota réttarríkið sem skálkaskjól og réttlætingu fyrir athöfnum sem augljóslega ganga þvert gegn þeim hugsjónum sem það byggist á? Staðreyndin er sú að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld komast upp með dellu af því tagi sem ráðning fréttastjóra Ríkisútvarpsins er dæmi um. Sérstaklega yrði slíkt litið hornauga í Austur-Evrópu, enda kannast menn við aðferðirnar. Engin ástæða er til að láta slíkt yfir sig ganga hér heldur. Hefur einhver ástæðu til að greiða afnotagjöldin eftir það sem á undan er gengið? Birgir Hermannsson
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun