Óvíst með samruna félaganna 14. mars 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira