Vannýtt sóknarfæri 13. mars 2005 00:01 Innan körfuknattleikshreyfingarinnar hefur mikið verið rætt um hvernig hægt sé að efla vinsældir íþróttarinnar og stefna á aukna aðsókn á leiki hér á landi. Hafi einhvern tímann verið öflugt sóknarfæri fyrir Körfuknattleiksamband Íslands að vekja fólk til umhugsanir varðandi körfuna þá var það þegar KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson samdi við Dallas Mavericks í hinni víðfrægu NBA-deild í Bandaríkjunum. Margir í hreyfingunni hugsuðu sér gott til glóðarinnar, loksins var tími körfuboltans kominn, enda ekki á hverjum degi sem að Norðurlandabúi, hvað þá Íslendingur, hafnaði innan raða NBA-liðs. Ef undanskildar eru blaðagreinar, þáttur um Jón Arnór á Sýn og þátttaka hans með íslenska landsliðinu á síðasta ári, er ekki hægt að segja að kynningarstarf á þessu frábæra afreki hafi verið eins og best var á kosið. Undirritaður vill meina að þetta öfluga sóknarfæri hafi algjörlega farið forgörðum og hefur körfuboltaáhuginn haldið sama striki síðan. Fámennt er á flestum leikjum og lítið sem bendir til þess að það muni breytast. En hvað er hægt að gera til að breyting verði á? Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem gætu hugsanlega komið körfuboltaáhuga á Íslandi til góða. Hægt væri að skikka liðin í deildinni til að fjárfesta í vídeóvél sem býður upp á upptöku sem er nothæf fyrir sjónvarp. Öll liðin myndu skuldbinda sig til að taka upp hvern einasta heimaleik og skila af sér 5 bestu tilþrifum leiksins og góðri 2-3 mínútna samantekt til KKÍ nokkrum dögum eftir leik. KKÍ gæti sent mann á stúfanna einu sinni í viku til að taka upp viðtal við leikmann, fylgt honum eftir á æfingu, skyggnst inn í líf hans utan boltans og þar fram eftir götunum. Þetta efni, tilþrif og samantekt úr öllum leikjum hverrar umferðar, gæti nýst í vinnslu á vikulegum sjónvarpsþætti í anda NBA-Action. Með allan þennan efnivið yrðu hæg heimatökin fyrir lokavinnslu á þættinum. Upplagt væri að fara sömu leið og í kynningu á NBA, hefja leikmenn upp til skýja, reyna að gera stjörnur úr þeim. Það hefur sýnt sig að áhugi fólks á NBA liggur fyrst og fremst í leikmönnum og því væri þetta ákjósanleg leið. Fyrir sama þátt væri upplagt að reyna að komast yfir myndefni af Íslendingum sem leika á erlendri grundu. Jón Arnór, Helgi Már Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa allir gert góða hluti upp á síðkastið en ekkert af því hefur ratað á skjáinn. Kæmi þetta sterkt inn sem innskot í þáttinn, sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar sperra ávallt augun ef landar þeirra eru að láta af sér kveða úti í hinum stóra heimi. Svo set ég stórt spurningarmerki við nauðsyn þess að sýna deildarleiki í NBA í beinni útsendingu. Hér áður var fyrirkomulagið fínt, samantekt úr fyrri hálfleik og svo seinni hálfleikur í heild sinni. Fólk er engan veginn að nenna að horfa á þessi rólegheit sem deildarleikir í NBA eru orðnir. Ef miðað er við deildarleiki á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda má sjá að menn eru farnir að spara sig eins mikið og hægt er. Boðið er upp á 82 leiki á hvert lið yfir tímabilið á aðeins 6 mánuðum og fáir leggja sig fram af sama krafti og þegar í lokaátökin er komið. Hægt væri að sýna toppviðureignir í beinni útsendingu en vera með leiki óbeint sem búið væri að klippa til. EInnig væri upplagt að skipta út nokkrum NBA-leikjum fyrir háskólaboltann í Bandaríkjunum þar sem sjá má unga leikmenn með blóðbragð í munni. Þar á bæ er töluvert meira í húfi heldur en fyrir hinn dæmigerða NBA-leikmann, sem er með stappfulla vasa af seðlum, skósamning fyrir lífstíð o.s.frv. Í háskólaboltanum berjast menn fyrir að ná sem bestum árangri til að vera eins ofarlega og mögulegt er í háskólavalinu. Af þessum sökum er vart hægt að bera saman leiki í háskólaboltanum við NBA - þetta er nánast svart og hvítt. Áhorfendur fengju því körfubolta eins og hann gerist bestur sem gæti orðið til þess að fleiri myndu laðast að skjánum. Að lokum mætti athuga þann möguleika að sleppa úrslitakeppninni í Intersportdeildinni og einfaldlega færa liðinu sem ynni deildina Íslandsmeistaratitilinn. Þannig yrði hver leikur mikilvægari og líklegra að fólk myndi leggja leið sína á völlinn í stað þess að bíða bara heima eftir úrslitakeppninni eins og svo algengt er orðið. Smári Jósepsson -smari@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Innan körfuknattleikshreyfingarinnar hefur mikið verið rætt um hvernig hægt sé að efla vinsældir íþróttarinnar og stefna á aukna aðsókn á leiki hér á landi. Hafi einhvern tímann verið öflugt sóknarfæri fyrir Körfuknattleiksamband Íslands að vekja fólk til umhugsanir varðandi körfuna þá var það þegar KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson samdi við Dallas Mavericks í hinni víðfrægu NBA-deild í Bandaríkjunum. Margir í hreyfingunni hugsuðu sér gott til glóðarinnar, loksins var tími körfuboltans kominn, enda ekki á hverjum degi sem að Norðurlandabúi, hvað þá Íslendingur, hafnaði innan raða NBA-liðs. Ef undanskildar eru blaðagreinar, þáttur um Jón Arnór á Sýn og þátttaka hans með íslenska landsliðinu á síðasta ári, er ekki hægt að segja að kynningarstarf á þessu frábæra afreki hafi verið eins og best var á kosið. Undirritaður vill meina að þetta öfluga sóknarfæri hafi algjörlega farið forgörðum og hefur körfuboltaáhuginn haldið sama striki síðan. Fámennt er á flestum leikjum og lítið sem bendir til þess að það muni breytast. En hvað er hægt að gera til að breyting verði á? Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir sem gætu hugsanlega komið körfuboltaáhuga á Íslandi til góða. Hægt væri að skikka liðin í deildinni til að fjárfesta í vídeóvél sem býður upp á upptöku sem er nothæf fyrir sjónvarp. Öll liðin myndu skuldbinda sig til að taka upp hvern einasta heimaleik og skila af sér 5 bestu tilþrifum leiksins og góðri 2-3 mínútna samantekt til KKÍ nokkrum dögum eftir leik. KKÍ gæti sent mann á stúfanna einu sinni í viku til að taka upp viðtal við leikmann, fylgt honum eftir á æfingu, skyggnst inn í líf hans utan boltans og þar fram eftir götunum. Þetta efni, tilþrif og samantekt úr öllum leikjum hverrar umferðar, gæti nýst í vinnslu á vikulegum sjónvarpsþætti í anda NBA-Action. Með allan þennan efnivið yrðu hæg heimatökin fyrir lokavinnslu á þættinum. Upplagt væri að fara sömu leið og í kynningu á NBA, hefja leikmenn upp til skýja, reyna að gera stjörnur úr þeim. Það hefur sýnt sig að áhugi fólks á NBA liggur fyrst og fremst í leikmönnum og því væri þetta ákjósanleg leið. Fyrir sama þátt væri upplagt að reyna að komast yfir myndefni af Íslendingum sem leika á erlendri grundu. Jón Arnór, Helgi Már Magnússon og Jakob Sigurðarson hafa allir gert góða hluti upp á síðkastið en ekkert af því hefur ratað á skjáinn. Kæmi þetta sterkt inn sem innskot í þáttinn, sérstaklega í ljósi þess að Íslendingar sperra ávallt augun ef landar þeirra eru að láta af sér kveða úti í hinum stóra heimi. Svo set ég stórt spurningarmerki við nauðsyn þess að sýna deildarleiki í NBA í beinni útsendingu. Hér áður var fyrirkomulagið fínt, samantekt úr fyrri hálfleik og svo seinni hálfleikur í heild sinni. Fólk er engan veginn að nenna að horfa á þessi rólegheit sem deildarleikir í NBA eru orðnir. Ef miðað er við deildarleiki á níunda áratugnum og í byrjun þess tíunda má sjá að menn eru farnir að spara sig eins mikið og hægt er. Boðið er upp á 82 leiki á hvert lið yfir tímabilið á aðeins 6 mánuðum og fáir leggja sig fram af sama krafti og þegar í lokaátökin er komið. Hægt væri að sýna toppviðureignir í beinni útsendingu en vera með leiki óbeint sem búið væri að klippa til. EInnig væri upplagt að skipta út nokkrum NBA-leikjum fyrir háskólaboltann í Bandaríkjunum þar sem sjá má unga leikmenn með blóðbragð í munni. Þar á bæ er töluvert meira í húfi heldur en fyrir hinn dæmigerða NBA-leikmann, sem er með stappfulla vasa af seðlum, skósamning fyrir lífstíð o.s.frv. Í háskólaboltanum berjast menn fyrir að ná sem bestum árangri til að vera eins ofarlega og mögulegt er í háskólavalinu. Af þessum sökum er vart hægt að bera saman leiki í háskólaboltanum við NBA - þetta er nánast svart og hvítt. Áhorfendur fengju því körfubolta eins og hann gerist bestur sem gæti orðið til þess að fleiri myndu laðast að skjánum. Að lokum mætti athuga þann möguleika að sleppa úrslitakeppninni í Intersportdeildinni og einfaldlega færa liðinu sem ynni deildina Íslandsmeistaratitilinn. Þannig yrði hver leikur mikilvægari og líklegra að fólk myndi leggja leið sína á völlinn í stað þess að bíða bara heima eftir úrslitakeppninni eins og svo algengt er orðið. Smári Jósepsson -smari@frettabladid.is
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun