Formaður eða ráðherra hindri leka 13. október 2005 18:54 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira