Formaður eða ráðherra hindri leka 13. október 2005 18:54 Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir innherjaklúður í uppsiglingu. Einkavæðingarnefnd amist ekki við því að forstjóri Landssímans sitji í stjórnum þeirra félaga sem séu talin líkleg til að kaupa. Lúðvík hefur kallað eftir utandagskrárumræðu um málið á Alþingi. Hann bendir á að þrátt fyrir verklagsreglur hafi verið settar fyrir nefndina gildi í raun engar reglur um hana og störf hennar þar sem í þeim sé að finna heimild til að víkja frá öllum reglum ef ráðherra eða nefndin óski þess. Lúðvík segir að hann og aðrir í efnahags- og viðskiptanefnd hafi reynt að fá upplýsingar um stöðu mála á sölu Símans, án árangurs. „Þess vegna er í sjálfu sér ekkert annað að gera en að ræða við forsætisráðherra um störf einkavæðinganefndar,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að það sé afar óheppilegt að það gildi ekki skýrar reglur um sölu ríkiseigna og himinhrópandi þegar stærsta einkavæðing sögunnar standi fyrir dyrum. Þess vegna hafi hann áhyggjur af því að ríkiseignir séu notaðar sem skiptimynt eða peð á pólitísku taflborði „helmingaskiptaflokkanna“. Einkavæðinganefnd hefur ekki séð ástæðu til þess að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, víki úr stjórnum Almenna lífeyrissjóðsins og Bakkavarar sem eru talin líkleg, eða félög þeim skyld, til að bjóða í Landssímann. Forvera hans, Þórarni Viðari Þórarinssyni, var hins vegar sagt að víkja úr stjórnum tveggja félaga vegna fyrirhugðarðar einkavæðingar á sínum tíma. Þegar Þórarinn vék einungis tímabundið varð það til þess að honum var gert að hætta. Lúðvík segir að ef þessi fyrirtæki bjóði í Símann sé innherjaklúður í uppsiglingu. „Það er allt annað að hafa rekstrarmann Símans innanborðs eða ekki. Nægt hefur verið klúðrið um sölu Símans, og nægilega umdeild er salan, svo ekki yrði á það bætandi að innherjaklúður bættist á allt sem á undan er gengið,“ segir þingmaðurinn. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, segir það hlutverk stjórnar eða stjórnarformanns Landssímans, eða fulltrúa eigenda sem væri fjármálaráðherra, að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur milli eiganda og væntanlegra kaupenda. Einkavæðinganefnd hefði ekki gert samkomulagið við fyrrverandi forstjóra. Gangi það ekki eftir mun einkavæðinganefnd tryggja með öllum ráðum að upplýsingar um söluferlið leki ekki út til væntanlegra kaupenda frá starfsmönnum eða æðstu stjórnendum fyrirtækisins. Það gangi ekki upp. Það hljóti allir að sjá.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira