Kaupa lyfjaverksmiðjur á Spáni 11. mars 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt tvö spænsk lyfjafyrirtæki sem sérhæfa sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja. Íslenska fyrirtækið Invent Farma kaupir fyrirtækin, en forystumaður hópsins er Friðrik Steinn Kristjánsson, stofnandi Omega Farma sem nú tilheyrir samsteypu samheitalyfjafyrirtækisins Actavis. Velta félaganna er 4,5 milljarðar króna, en þau voru samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í eigu risafyrirtækisins Procter & Gamble. Kaupverð er trúnaðarmál, en gera má ráð fyrir að verðmæti viðskiptanna liggi á bilinu sjö til átta milljarðar króna. Fyrirtækin Inke og Laboratorios Lesvi eru í Barcelona og starfa samtals hjá þeim 290 manns. Inke sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna og á fjölda framleiðslueinkaleyfa. Helstu markaðir þess eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan. Laboratorios Lesvi framleiðir samheitalyf, bæði undir eigin vörumerkjum á Spáni og undir vörumerkjum annarra. Samkvæmt íslensku fjárfestunum hefur Lesvi náð merkum áföngum í þróun á margvíslegum samheitalyfjum. Með félögunum fylgja viðskiptasambönd, en meðal viðskiptavina eru lyfjafyrirtækin Bayer, Merck sem á í samstarfi við Decode, Ratiopharm, Sandoz og Stada. Allir lykilstarfsmenn fyrirtækisins halda áfram störfum hjá fyrirtækinu og hafa tekið tilboði íslensku fjárfestanna um kaup á þrettán prósenta hlut í félaginu. Invent Farma er alfarið í eigu íslenskra fjárfesta, en auk Friðriks eru meðal annarra í eigendahópnum Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi stjórnarmaður Omega Farma, Ingi Guðjónsson, forstjóri Lyfju, og Frosti Bergsson, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa. Fyrirvarar eru í kaupsamningnum um samþykki samkeppnisyfirvalda á Spáni og er gert ráð fyri að afstaða þeirra liggi fyrir í apríl. Fyrirtækjasvið KB banka hafði milligöngu um kaupin og lánar bankinn til þeirra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira