Taugatitringur innan Árvakurs 11. mars 2005 00:01 Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag. Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag.
Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira