Taugatitringur innan Árvakurs 11. mars 2005 00:01 Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag. Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira
Núverandi stjórnendur Morgunblaðsins og tengdir aðilar telja sig geta varist óvinveittri yfirtöku. Taugatitrings gætir meðal helstu hluthafa þessarar áttatíu og þriggja ára gömlu íslensku stofnunar og greinilegt að öll dýrin í skóginum eru ekki lengur vinir. Núna segja menn að ekkert sé heilagt í íslenskum viðskiptum lengur þegar reynd er óvinveitt yfirtaka á Morgunblaðinu. Árvakur, sem á Morgunblaðið, hefur verið í eigu fárra hluthafa alla tíð, fjölskyldna sem í meira en áttatíu ár hafa gengið í takt. Það er, þangað til nú. Nýlega seldi Johnson-fjölskyldan tíu prósenta hlut í Árvakri og keypti Kristinn Björnsson og fjölskylda. Johnson-fjölskyldan geymdi sín hlutabréf í félaginu sem Kristinn og fjölskylda keyptu og komust þannig hjá forkaupsréttarákvæðum sem annars gilda milli hluthafa. Nú ætlar Haraldur Sveinsson að selja sín sextán prósent. Hann fékk tilboð í nafni Íslandsbanka - að sögn mjög gott - og samþykkti það. Þeir sem standa að tilboðinu eru Meiður - félaga Bakkavararbræðra -, Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Meiðs, og bræðurnir Einar og Benedikt Sveinssynir - kenndir við Sjóvá, Íslandsbanka og gamla Kolkrabbann. Þessu tilboði hefur verið lýst sem tilraun til óvinveittrar yfirtöku, m.a. á fundi Hallgríms Geirssonar framkvæmdastjóra með starfsmönnum Morgunblaðsins í gær. Sagði Hallgrímur í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið reglulegur fundur með starfsmönnum og eðlilegt að skýra þeim frá breytingum á eignarhaldi. Þótt tilboðið til Haraldar hafi verið gott er þegar ljóst að ákveðnir hluthafar ætla að mæta því og nýta forkaupsréttinn. Þeir líta svo á að Valtýr hf., félag afkomenda Valtýs Stefánssonar, sé í samstarfi við hina svokölluðu óvinveittu tilboðsgjafa. Þeir fjölmörgu sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja augljóst að bæta þurfi rekstur Morgunblaðsins og nauðsynlegt að styrkja lýðræðislega fjölmiðlaumfjöllun á Íslandi. Því sé nú slegist um Moggann. Talað hefur verið um að þegar Bakkavararbræður hafi keypt Símann muni þeir búa til mótvægi við Baugsveldið með sameiningu Símans, Skjás Eins og Morgunblaðsins. Þetta hljómar allt vel og sniðuglega en hefur alls ekki fengist staðfest í dag.
Fjölmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Sjá meira