Enginn er annars bróðir í leik Hafliði Helgason skrifar 8. mars 2005 00:01 Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun