Afskrifaði 500 milljónir af 700 6. mars 2005 00:01 Síminn borgaði tæplega 700 milljónir króna fyrir svokallaðar óefnislegar eignir í fyrra en afskrifaði rúmlega 500 þeirra í lok árs. Forstjóri Símans segir þetta ekki þýða að eignirnar hafi verið metnar of hátt. Óefnislegar eignir eru viðskiptavild, sýningarréttur og fleira þess háttar. Síminn fjárfesti mikið í fyrra og voru greiddar tæplega 700 milljónir króna fyrir svokallaðar óefnislegar eignir. Rúmlega hálfur milljarður var svo afskrifaður í lok árs miðað við 36 milljónir árið áður. En hvers vegna að borga 700 hundruð milljónir fyrir eignir sem reynast svo 200 milljóna króna virði? Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að þegar eignir séu keyptar sé stundum greitt yfirverð fyrir bókfært verð. Áður fyrr hafi afskriftir farið fram á fimm árum eða á sama ári. Nú sé hins vegar komið fram alþjóðlegur reiknistaðall þar sem fram fari svokölluð virðisrýrnunarpróf. Aðrir endurskoðendur en endurskoðendur fyrirtækisins geri prófið og í þessu tilviki hafi þessar eignir Símans farið í prófið og verið færðar niður í þeim tilgangi að efnahagsreikningurinn sýndi sem besta mynd af eigninni. Eins og fyrr sagði keypti Síminn ýmis félög og hluti í fyrra, þar á meðal Íslenskt sjónvarp ehf. sem á hlut í Íslenska sjónvarpsfélaginu hf. sem á og rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn. En er það ekki mótsögn að segja að ekki hafi verið greitt of hátt verð þegar virðisrýrnunarpróf sýna að virðið hafi rýrnað um hálfan milljarð á árinu? Brynjólfur neitar því og bendir á að kaup Símans á fyrirtækjum í fjölmiðlarekstri komi til með að nýtast honum vel í fjarskiptakerfi hans og öðru því um líku. Aðspurður hvaða fyrirtæki hafi þurft að afskrifa mest segir Brynjólfur að um hafi verið að ræða nokkur fyrirtæki og menn verði bara að geta sér til um það. Þá var hann inntur eftir því hvort fjórðungshlutur Símans í Íslenska sjónvarpsfélaginu hefði verið þess virði og Brynjólfur svaraði því til að hann hefði verið það og miklu meira. Það komi í ljós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Síminn borgaði tæplega 700 milljónir króna fyrir svokallaðar óefnislegar eignir í fyrra en afskrifaði rúmlega 500 þeirra í lok árs. Forstjóri Símans segir þetta ekki þýða að eignirnar hafi verið metnar of hátt. Óefnislegar eignir eru viðskiptavild, sýningarréttur og fleira þess háttar. Síminn fjárfesti mikið í fyrra og voru greiddar tæplega 700 milljónir króna fyrir svokallaðar óefnislegar eignir. Rúmlega hálfur milljarður var svo afskrifaður í lok árs miðað við 36 milljónir árið áður. En hvers vegna að borga 700 hundruð milljónir fyrir eignir sem reynast svo 200 milljóna króna virði? Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að þegar eignir séu keyptar sé stundum greitt yfirverð fyrir bókfært verð. Áður fyrr hafi afskriftir farið fram á fimm árum eða á sama ári. Nú sé hins vegar komið fram alþjóðlegur reiknistaðall þar sem fram fari svokölluð virðisrýrnunarpróf. Aðrir endurskoðendur en endurskoðendur fyrirtækisins geri prófið og í þessu tilviki hafi þessar eignir Símans farið í prófið og verið færðar niður í þeim tilgangi að efnahagsreikningurinn sýndi sem besta mynd af eigninni. Eins og fyrr sagði keypti Síminn ýmis félög og hluti í fyrra, þar á meðal Íslenskt sjónvarp ehf. sem á hlut í Íslenska sjónvarpsfélaginu hf. sem á og rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn. En er það ekki mótsögn að segja að ekki hafi verið greitt of hátt verð þegar virðisrýrnunarpróf sýna að virðið hafi rýrnað um hálfan milljarð á árinu? Brynjólfur neitar því og bendir á að kaup Símans á fyrirtækjum í fjölmiðlarekstri komi til með að nýtast honum vel í fjarskiptakerfi hans og öðru því um líku. Aðspurður hvaða fyrirtæki hafi þurft að afskrifa mest segir Brynjólfur að um hafi verið að ræða nokkur fyrirtæki og menn verði bara að geta sér til um það. Þá var hann inntur eftir því hvort fjórðungshlutur Símans í Íslenska sjónvarpsfélaginu hefði verið þess virði og Brynjólfur svaraði því til að hann hefði verið það og miklu meira. Það komi í ljós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira