Möguleikar Ólafs svo gott sem úti

Möguleikar Ólafs Stefánssonar og félaga hjá Ciudad Real á spænska meistaratitlinum í handbolta eru svo gott sem horfnir eftir eins mark tap gegn Ademar Leon í fyrrakvöld, 29-28. Ciudad Real, sem var með þriggja marka forystu í hálfleik, datt niður i fjórða sæti deildarinnar við tapið og er fimm stigum á eftir toppliði Barcelona. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum og kom annað þeirra úr vítakasti.