Íslenskir dómstólar hlíti EFTA 2. mars 2005 00:01 Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira