Hip-Hop kynslóðin í NBA 1. mars 2005 00:01 Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun