Hip-Hop kynslóðin í NBA 1. mars 2005 00:01 Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Það bar ekki mikið á því, en þegar Karl Malone lagði skóna á hilluna um daginn, markaði það tímamót í sögu NBA deildarinnar. Ekki bara af því að einn besti framherji sem leikið hefur í deildinni var að hætta - heldur af því að hann var síðasta stórstjarnan úr Ólympíuliði Bandaríkjanna frá Barcelona árið 1992, sem fór á eftirlaun. Þegar "Pósturinn" Malone hengdi upp húfu sína, er ekki laust við að hafi farið um mann undarleg tilfinning. Síðasta stjarnan úr Draumaliðinu er hætt. Besta kynslóð körfuboltamanna sem komið hefur fram í sögu leiksins, spásserar nú um golfvelli víða um heim og segir brandara - jafnvel með vindil eða kokteilglas í hendinni. Hvað tekur við? Tímarnir hafa breyst, í körfuboltanum sem og annarsstaðar, en ég verð að segja að ég hef dálítlar áhyggjur af þessari skemmtilegustu íþrótt sem iðkuð er í heiminum. Þegar Magic Johnson, Larry Bird og Michael Jordan voru sendiherrar íþróttarinnar á heimsvísu á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, fékk maður gott uppeldi í körfuboltafræðunum þegar maður fylgdist með þessum snillingum leika listir sínar á vellinum. Þessir leikmenn voru lykilmenn í sigursælustu liðum síðustu 20 ára og sannir íþróttamenn. Þegar ég horfi á arftaka þessara leikmanna, get ég ekki annað en haft áhyggjur af framtíðinni. Mér virðist sem margir af þeim ungu leikmönnum sem eru í þann mund að erfa NBA deildina, hafi einfaldlega ekki nóg til brunns að bera til að taka við kyndlinum af kynslóðinni sem nú hefur sest í helgan stein. Þegar ég horfi á marga þessa stráka, hef ég stundum á tilfinningunni að ég sé staddur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Þeir koma inn í deildina haldandi að Guð hafi skapað þá á fyrsta degi, þeir eru í klíkum, þeir eru með húðflúr, þeir gefa út rapp-plötur, þeir fá alltof stóra samninga, þeir nota eiturlyf, þeir hoppa hátt og hlaupa hratt, leika í auglýsingum og tala mikið. Þeir eru hópur af korn-ungum, hrokafullum vandræðagemlingum sem hafa fengið lélegt uppeldi og slæman aga. Þeir eru miklir íþróttamenn, en vantar mikið upp á að verða fullvaxta körfuboltamenn. Þar eð það virðist æ sjaldgæfara að betri leikmenn fari og leiki í Háskóla, vantar marga af þessum strákum mikið upp á undirstöðuatriði leiksins, eins og knattrak, sendinga- og skottækni - svo ekki sé minnst á varnarleikinn og sannan liðsanda. Leikmaður sem kemur inn í deildina löngu fyrir tvítugsaldur, kann að vera þroskaður líkamlega, en menn gleyma andlegu hliðinni og rótlaus unglingur með hundruði milljóna í vasanum er í kjör-aðstæðum til að koma sér í mikil vandræði. Þessir strákar þekkja ekkert annað en að vera miðpunktur alls í liðum sínum og skora mikið, svo að það gefur augaleið að þeir lenda í ákveðnum vandræðum þegar þeir koma í jafn sterka deild og NBA. Þessi vandamál hafa bersýnilega komið í ljós á síðustu tveimur stórmótum sem lið Bandaríkjanna hefur tekið þátt, því þar hefur liðið hlotið háðuga útreið hjá liðum sem hafa ekki á að skipa eins miklum íþróttamönnum, en hafa skákað Kananum á öllum öðrum sviðum leiksins. Talandi dæmi um þessi vandræði Bandaríkjamanna sáust á síðustu Ólympíuleikum, þegar liðinu mistókst oftar en einu sinni í sama leiknum að klára hraðaupphlaup þrír á einn og enduðu á að missa boltann eða hreinlega kasta honum upp í stúku. Bandaríkjamenn skortir hreina leikstjórnendur og skyttur. Bestu leikmenn NBA deildarinnar eru í auknum mæli Evrópubúar, sem er auðvitað fínt mál - en það undirstrikar að Bandarískur körfubolti á undir högg að sækja. Gullöldinni er lokið og Bandaríkjamenn þurfa að skoða sín mál vandlega. Baldur Beck -baldur@frettabladid.is
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun