Víkingar í jakkafötum 27. febrúar 2005 00:01 Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira